Þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gömul hefur írsk-ameríska leikkonan Saoirse Ronan áorkað það að vera tilnefnd fjórum sinnum til Óskarsverðlauna.

Saoirse byrjaði ung að leika, en faðir hennar er írski leikarinn Paul Ronan. Leikkonan vakti fyrst athygli fyrir aukahlutverk sitt í kvikmyndinni Atonement.

Saoirse þykir einstaklega smekkvís, sérstaklega þegar kemur að fatavali fyrir rauða dregilinn. Hún er dugleg að prófa sig áfram með ýmsa áberandi hönnun, en klæðist einnig reglulega hefbundnari sniðum og klassískum litum.

Í Carolina Herrera-kjól á frumsýningu myndarinnar Mary Queen of Scots.
Í æðislegum fölbleikum kjól frá Calvin Klein eftir Óskarsverðlaunin 2018.
Saoirse á sýningu hjá Gucci, að sjálfsögðu í kjól frá tískuhúsinu.
Saoirse í klassískum kjól sem hún klæðir upp með fallegum dökkum varalit.
Á Golden Globe í Versace þar sem hún tók á móti verðlaunum fyrir besta leik í kvikmyndinni Lady Bird.
Tískumerkið Gucci er í miklu uppáhaldi hjá Saoirse.
Stórglæsileg á Golden Globe-verðlaununum. fréttablaðið/Getty
Hér er hún í einstaklega fallegum kjól eftir hönnuðinn Hedi Slimane.