„Ég hef farið í þónokkra eldri borgara hittinga þar sem tæpitungulaust er talað um kynlíf,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í nýjasta þætti Betra kynlífs.

„Það er svo dýrmætt því það geta verið alls konar aðrar hindranir sem fólk glímir við, en oftar en ekki er það samtalsleysið. Eins og reyndar hjá flestu fólki á öllum aldri. Líkaminn breytist og það má aðlaga sig að því. Leggöng þurfa auka smurningu, það þarf að passa upp á viðkvæma liði, typpið nær jafnvel ekki góðri reisn og á erfitt með að fá fullnægingu, og þar fram eftir götunum,“ upplýsir Sigga og tekur fram að vel sé hægt að njóta kynlífs til dauðadags ef áhugi er fyrir hendi.

Linur limur ekki vandamál

Að sögn Siggu Daggar getur linur limur stundað fjölbreytt kynlíf þó svo það geti verið ögn erfiðara að fara inn í samförum.

Hún segir fjölda annara leiða til að njóta þess og nefnir fróun, að hægt sé að nudda limnum upp við kynfærin og munnmök sem dæmi. „Stinningin þarf ekki að segja til um það hvort að megi stunda kynlíf. þetta er bara útfærsluatriði,“ upplýsir Sigga Dögg.

Fyrir nánari upplýsingar má horfa á þáttinn í heild sinni á vef Betra kynlíf.