Fjallið heillar

Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj segir:„Fullt af kertum upp á fjalli og geggjuðu útsýni, það er ógeðslega rómó.“

Aðspurður hvaða fjalli væri það bara eitthvað sem er auðvelt að klifra uppá.

Hafnarfjörðurinn heillar

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson: „Það er bara fara eitthvað geggjað út að borða og spjalla, maður á svo mörg börn að maður á ekki alltaf tíma til þess. Við elskum að borða gott og nýta næðið til að spjalla um eitthvað.

Rómantískasti staður á Íslandi samkvæmt Friðriki Dór er göngustígurinn meðfram sjónum í Hafnarfirði „Það er geggjaður staður einn eða með einhverjum sem þér þykir vænt um.“

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Útlönd væri toppurinn

Rapparinn og meðlimur Reykjavíkurdætra. Ragga Hólm segir: „Góð uppskrift af rómantísku kvöldi fyrir mér er að dressa sig aðeins upp, fara og fá sér góðan mat á huggulegum veitingastað með makanum. Ná sér í kaffibolla og rölta aðeins um bæinn og fara svo á kósý tónleika. Það myndi ekki skemma fyrir ef þetta væri í rómantískri borg erlendis.“

Heima er best

Fyrrum fjölmiðlakonan og sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran: „það sem mér finnst lang rómantískasta leiðin hjá okkur er að elda góðan mat í rólegheitum. hafa kertakljós og góða tónlist og horfa á skemmtilega mynd og poppa popp. Einfalt og gott.“

Fyrir Evu er heimilið rómantískasti staðurinn.

Spjall í gufunni og kakó

Helgi Jean Classen hlaðvarpsstjarna segir rómantísk kvöld fela í sér göngutúr með hundinn og svo gufusession.

„Það fara allir inn á dýptina í gufu. Þegar þú situr í hita þá fara allir á trúnó inni í gufu þar sem hitinn kallar fram auðmýktina.

Síðan myndi ég vilja setjast yfir kakóbolla og borða svo eitthvað geðveitk djúsí. Jafnvel blasta tónlistinni og dansa smá og svo eitthvað svona tjilla,“ segir Helgi.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari