Sjálfsfróun í sambandi getur verið viðkvæmt málefni að sögn Siggu Daggar kynfræðings sem fjallar um málefnið í nýjasta þætti Betra kynlífs.

„Í sambandi er það eins þetta verði miklu stærra mál heldur en bara hvað sjálfsfróun er, og það er algjör óþarfi að taka því sem einhvers konar höfnun á ykkar kynlíf,“ segir Sigga Dögg:

Þá þykir hennar það merkilegt hvaða hugrenningatengls koma upp hjá fólki. „Er betra að fróa sér en að stunda kynlíf með mér? Er eitthvað að okkar kynlífi? Er ég ekki aðlaðandi?“ er meðal þess sem fólk veltir fyrir sér gagnvart maka.

Fögnum kynverunni

Sigga Dögg hvetur pör frekar að nýta það sem tæki á samtali til að fagna fólki sem kynveru og forvitnast um sjálfsfróun hvers annars: „Hvernig notar þú sjálfsfróun, Af hverju fróarðu þér? Er það gredda, þreyta, leiðist þér ? er það spennulosun?,“ gæti fólk spurt. „Það er svo mikil skömm yfir sjálfsfróun,“ segir hún.

Að sögn Siggu Daggar á fólk það til að tala síður um sína eigin sjálfsfróun, og frekar um makann og hefur gjarnan skoðanir á fróuninni.

Þáttinn má sjá í heild sinni á vef Betra kynlíf og fylgjast með nýjum þáttum á Instagram.