„Ég vildi laga maka minn,“ skrifar Þórhildur Magnúsdóttir í færslu á Instagram-síðunni, Sundur og saman á dögunum, þar sem hún deilir eigin reynslu um við sjálf erum breytingin á því sem við óskum okkar í samböndum.

„Ég fattaði þetta sjálf, the hard way, eins og örugglega allt sem ég tala um á þessu Instagrami," segir Þórhildur á léttum nótum, og heldur áfram, „Ég var alltaf að bíða eftir því að maðurinn mynd gera hluti sem ég vildi gera,“ upplýsir hún og segir frá því að hún hafi rætt við hann hvað mætti betur fara í sambandinu, við mis góðar undirtektir.

„Stundum er lausnin jafn einföld og að hætta að gera vandamál úr hlutum.“ skrifar Þórhildur en segir að báðir aðilar þurfi að leggja sitt að mörkum til að fá breytinguna sem þeir óska.

Þórhildur skrifaði dæmi um þau atriði sem hún vildi breyta, en lausnin fannst hjá henni sjálfri.

„Þú getur ekki ætlast til meira af makanum en það sem þú getur staðið undir“

Að sögn Þórhildar reyndi hún að laga maka sinn, en fann svo hvað henni leið illa, fann þær hindranir sem komu í veg fyrr að hún fann ástina frá honum, fann meiri auðmýkt hjá sjálfri sér til að slaka á kröfuhörkunni, fann reiði og sorg gagnvart foreldrum sínum og hún þurfi hjálp, svo eitthvað sé nefnt.

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan, sem og annan fróðleik um sambönd á Instagram-síðu Sundur og saman.