Biðin eftir einum stærsta við­burði sjón­varps­ársins lýkur í nótt þegar nýr þáttur af Game of Thrones kemur út í fyrsta sinn í hart­nær tvö ár. Ljóst er að eftir­vænting að­dá­enda er gífur­leg og margir sem hafa beðið þessa dags í of­væni og er því ekki úr vegi að óska allra hörðustu að­dá­endunum til hamingju með daginn.

Í til­efni dagsins hefur Frétta­blaðið tekið saman lauf­létta um­fjöllun sem ætti að undir­búa að­dá­endur með við­eig­andi hætti, hvort sem á­ætlanirnar gera ráð fyrir að horfa á þáttinn í nótt eða á morgun, nú eða síðar ef fólk er til­búið að ganga í gegnum slíka eld­raun.

Hér að neðan verður farið yfir þær spurningar sem liggja fyrir eftir sjöundu seríu og því hvaða svör við gerum fast­lega ráð fyrir að fá í áttundu seríunni. Þá förum við í grófum dráttinn yfir það hvar helstu per­sónurnar eru staddar við lok sjöundu seríu og hvar við getum búist við að sjá þær í kvöld.

Reynt verður að hafa um­fjöllunina skipu­lagða og auð­velda af­lestrar, en fyrst þetta er Game of Thrones er vita­skuld erfitt að hætta að skrifa. Til að koma sér í skapið á þessum há­tíðar­degi byrjar þessi grein að sjálf­sögðu á þema­laginu og er mælt með hlustun.

Verða frænd­syst­kinin og elsk­endurnir Jon og Dany hamingju­söm til ei­lífðar­nóns?

Dany og Jon verða sennilega ekki hamingjusöm til eilífðarnóns.
HBO

Það er ó­lík­legt. Í þættinum sem við munum sjá í kvöld munu nýju elsk­endurnir og frænd­syst­kinin mæta saman til Win­ter­fell en við sáum þau seinast njóta ásta á á­star­f­leyinu undir vökulum augum Tyrion Lanni­ster.

Það er ljóst að allar líkur eru á því að við munum sjá Sam og Bran segja þeim sann­leikann um ættar­tengsl sín í kvöld. Þetta verður á­kaf­lega ó­þægi­legt, senni­lega fyrir okkur öll. Það er bara spurning hvernig á­hrif það mun að hafa á sam­skipti þeirra í þættinum og banda­lagið. En það tekur því eigin­lega ekki að slíta vin­áttu­tengslin, hinir dauðu eru jú rétt handan við hornið. Frænd­syst­kinin verða bara að gjöra svo vel og læra að sætta sig við nýja vit­neskju.

Svo þarf að hafa erfingjann í huga. Verður Daenerys ó­létt og ef svo er, hve­nær kemst hún þá að því að hún sé það? Verður það í nótt? Sú vit­neskja gæti mögu­lega sam­einað þau, óháð því hvað okkur öllum finnst um sifja­spell.

Það sem skiptir líka lykil­at­riði fyrir sam­band þeirra eru þær mann­eskjur sem eru staddar í Win­ter­fell. Nánast öll fjöl­skylda Jon (Hvíl í friði Ned, Ca­telyn, Robb og Ric­kon) eru nefni­lega stödd þar og þetta flækir málin stór­kost­lega. Reyndar virðast allar helstu aðal­per­sónur þáttanna eiga eftir að verða í Win­ter­fell í þessum þætti, utan Cer­sei Lanni­ster, Bronn, Theon, Yöru og Euron Greyjoy .

Hvernig bregðast Arya og Sansa við sambandi Jon og Dany?
HBO

Þannig er Sansa, sem er vörður norðursins, ný­búin að ná norðrinu aftur frá Bol­ton fegðunum og redda Bastarða­orrustunni með stuðningi her­mannanna frá Arryn­dal. Tók hún norðrið aftur til að af­henda það Daenerys bara af því að graði „bróðir“ hennar á­kvað að lúta valdi hennar? Þetta er mikil­væg spurning og við munum senni­lega sjá mikla spennu á milli þeirra í kvöld.

Þá getum við ekki gleymt Aryu Stark og þeirri stað­reynd að hún er stödd í Win­ter­fell. Jon kvöddust í öðrum þættinum í fyrstu seríu.Jon lét búa til hennar allra kærustu eign, sverðið Need­le, og voru þau afar náin. Við megum ekki gleyma því að Arya gekk afar langt til að tryggja að hún þyrfti ekki að losa sig við sverðið þegar hún var í læri hjá fylgj­endum and­lits­guðsins.

Bæði gætu þau þó ekki verið ó­líkari sér eins og þau voru. Jon er ekki lengur bara bastarður, hann er konungur. Arya er ekki lítil lávarða­stelpa, hún er færasti laun­morðingi norðan Hálsins. Eina mynd­skotið úr þætti kvöldsins af þeim saman sýnir þau bæði með al­var­legan svip, svo kannski verða endur­fundirnir flóknari en margir halda. Við komumst að því í kvöld.

Við getum ekki sleppt því að ræða Jon og Dany í Win­ter­fell án þess að taka fyrir Sam. Hvað mun honum finnast um nýjan elsk­huga Jon Snow (og drottningu sína) eftir að hann kemst að því að hún á­kvað, þvert á allar ráð­leggingar frá Tyrion, að brenna föður hans OG bróður, lifandi?

Skíturinn er að fara að gerast og við erum ekki einu sinni byrjuð að pæla í því að Jaime Lanni­ster er að fara að verða þarna, gæinn sem myrti föður Dany og lamaði Bran. Þessir endur­fundir sem eru væntan­legir í kvöld eru ROSA­LEGIR. En vanga­velturnar um Dany að brenna fjöl­skyldu Sam leiða okkur að næstu spurningu.

Mun Dany missa vitið?

Dany var ekkert á þeim buxunum að hlífa bróður og pabba Sam.
Fréttablaðið/Skjáskot

Dana­erys hefur eytt ansi drjúgum tíma í þáttunum að sann­færa aðrar per­sónur, þar með talið Jon í sjöundu seríu, um að hún sé ekki eins og faðir sinn, óði konungurinn Aerys Targar­yen. Til upp­rifjunar þá brenndi Aerys til að mynda Rickard og Brandon Stark, föður og bróður Ned Stark, lifandi í há­sætis­salnum.

Í þáttunum höfum við séð að Dany er að miklu leyti góð, með því meðal annars að frelsa þræla og fyrir­gefa Jorah Mor­mont fyrir svik hans við hana. En við höfum líka í­trekað séð aðra hlið á dreka­drottningunni. Nú síðast þegar hún brenndi Tarly feðgana lifandi vegna þess að þeir vildu ekki krjúpa fyrir henni.

Við höfum séð við­líka hegðun áður, meðal annars þegar hún kross­festi hundrað þræla­eig­endur í Mereen af handa­hófi í hefndar­skyni og einnig í annarri seríu, þegar hún læsti inni að­stoðar­konuna sína og Xaro X­hoan Daxos þegar þau sviku hana. Miðað við upp­lýsingarnar sem bíða hennar í Win­ter­fell og upp­gjörið við for­tíðina í formi ein­stak­linga eins og Jaime Lanni­ster, þá gæti það verið nóg til að kveikja eld í púður­tunnunni. Áttunda sería verður lík­legast sú versta fyrir Daenerys.

Í hvaða liði er Jaime?

Jaime Lanni­ster gæti verið ein flóknasta per­sónan í öllum þáttunum. Eins og við höfum komist að fyrir þó nokkru síðan er hann ekki sami ein­faldi hroka­gikkurinn og hann virtist vera í fyrstu seríunni.

Við höfum komist að því í gegnum vin­áttu hans við Brienne of Tarth að hann myrti óða konunginn ekki vegna þess að honum var svo um­hugað um að svíkja eiðinn sinn um að vernda hann, heldur vegna þess að hann vildi bjarga fólkinu í King's Landing sem Aerys vildi ólmur brenna lifandi.

Youtu­be notandinn Alt Shift X bendir á í greiningar­mynd­bandi hér að neðan að Jaime var að öllum líkindum hroka­gikkur og fá­viti í fyrstu seríunni sem við­brögð við for­dæmingunni sem hann fékk fyrir að hafa myrt óða konunginn og svikið eið sinn. Hrokinn er brynjan sem Jaime klæðist en það eru margir sem spá því að veg­ferð hans sé við það að vera full­komnuð, frá þeim manni og yfir í þann mann sem hann er orðinn nú. Brienne hefur ekki síst átt þátt í því að minna Jamie á það hver hann raun­veru­lega er og draga fram hið góða í honum.

Í lok sjöundu seríu yfir­gaf Jaime King's Landing, þrátt fyrir ást sína á Cer­sei, sem nokkuð ó­um­deilan­lega dregur fram allt það versta í honum. Í kvöld munum við sjá hann rétt­læta við­veru sína í Win­ter­fell fyrir af­ganginum af hópnum; meðal annars Bran sem hann lamaði og Dany, dóttur mannsins sem hann myrti.

„Ég lofaði að ég myndi berjast fyrir lif­endur og því er ég hér,“ heyrum við Jaimi­e segja í stiklum. En fer hann aftur til Cer­sei? Mun hann segja Tyrion frá því að Cer­sei ætlar að stinga þau í bakið? Við verðum nær því að komast að því í nótt.

Svo segja margar kenningar að spá­dómar nornarinnar Maggi­e the frog, frá fyrsta þættinum í fimmtu seríu, þar sem við sáum hana spá fyrir ungri Cer­sei, um að litli bróðir hennar muni drepa hana, vísi í Jamie, sem er ör­fáum mínútum yngri en hún.

Hún hefur alla tíð haldið að um Tyrion væri að ræða og það út­skýrir að miklu leyti hatur hennar í hans garð. Kannski fer Jaime hringinn, frá því að drepa óða konunginn yfir í að drepa óðu drottninguna.

Hvernig munu þessi stríð fara fram? Hver vinnur þegar eld­dreki og ís­dreki spúa eldi á hvorn annan?

Í allra síðasta þættinum af sjöundu seríu sáum við Nætur­konunginn loksins gera það sem við töldum ó­ger­legt. Brjóta niður sjálfan vegginn sem Brandon the Build­er bjó til fyrir þúsundum ára, á baki ís­drekans Viserion. Nætur­konungurinn er hins vegar ekki eini skúrkurinn sem er eftir í Westeros en Cer­sei Lanni­ster og Euron Greyjoy eru á leiðinni að ná í mála­liða úr Golden Company frá Essos.

Flest bendir til þess að orrustan við Nætur­konunginn og fé­laga muni verða sú orrusta sem fyrst muni fara fram í þátta­röðinni. Jon er að minnsta kosti með hugann við fátt annað og það er nokkuð ljóst að Dany fylgir honum að baki, þar sem hún er jú ný­búin að horfa upp á upp­vakninga­herinn myrða eitt af dreka­börnunum hennar. Margir halda því fram að þar sem Nætur­konungurinn hafi verið búinn til með dreka­gleri (hrafn­tinnu) þá geti það þýtt að hann sé eini hvít­gengillinn sem verður ekki myrtur með svo­leiðis (eins og hinir). Við munum komast að því í þessari seríu.

Líkt og við höfum greint frá áður voru tökur úr orrustunni við hvít­genglana þær lengstu í sögu þáttanna, í raun svo langar að þær gerðu næstum því út af við leikarana. Sá þáttur verður lengsti Game of Thrones þáttur sögunnar (klukku­stund og 22 mínútur takk fyrir!) og sam­kvæmt HBO er þar um að ræða þriðja þáttinn í seríunni.

Við munum að öllum líkindum sjá Drogon, R­haegal og Viserion mætast í orrustu, Drogon og R­haegal með hinum lifandi í liði og Viserion með Nætur­konungnum. En hvað mun gerast þegar Viserion spýr í­seldi á Drogon og R­haegal? Þeir eld-eldi á hann? Hörðustu nördarnir segja að það sé ekki sjéns að þeir fé­lagar, Drogon og R­haegal muni komast lífs af úr þessari seríu. Að minnsta kosti ekki báðir.

Er Cer­sei þá næst? Mun hún bíða þar til Jon og Dany hafa sleikt sárin? Varla. Ef Jon og Dany komast þá lífs af úr bar­áttunni við hvít­genglana. Það er ekkert víst en ein vin­sæl kenning segir að Nætur­konungurinn muni hrein­lega láta orrustuna við Win­ter­fell ó­á­reitta og fljúga á Viserion til King's Landing til að fá nokkra lif­endur í lið með sér.

Ein kenning gengur meira að segja út frá því að Cer­sei verði gerð að ís­drottningunni hans en þetta eru bara kenningar og undir­ritaður er kominn langt fram úr sér.

Sandor er ekki búinn að gleyma Gregor og því sem hann gerði honum.
HBO

Nær hundurinn að drepa fjallið?

The Hound hefur verið á afar á­huga­verðri veg­ferð undan­farnar seríur. Við höfum fylgst með honum yfir­gefa líf­varðar­lið Jof­frey Bar­at­heon bastarðs, ræna Aryu, höggva tré með frið­sælum trúar­flokki og berjast við hvít­gengla með Jon Snow, Jorah Mor­mont og Thor­os og Beric Dondarrion og fleirum.

„Þetta endar ekki svona hjá þér, bróðir,“ sagði maðurinn við bróður sinn, Fjallið í King's Landing í sjöundu seríu en hann hefur alla tíð ætlað sér að hefna sín fyrir bruna­sárin sem bróðir hans veitti honum í barn­æsku.

Við sáum þá berjast í fyrstu seríu og í fjórðu seríu sagði The Hound við Aryu að hann væri til í að drepa bróður sinn með henni. Kannski munu þau gera þetta saman. Í lok sjöundu seríu var The Hound á leiðinni norður að verja Win­ter­fell. Það verður einkar ljúft að sjá þau Aryu hittast að nýju, að öllum líkindum í kvöld!

Theon hefur brugðist á lykilstundum.
HBO

Nær Theon að drepa Euron? Bjarga Yöru?

C­lega­neskálin (e. C­lega­ne­bowl) svo­kallaða er samt ekki eina upp­gjörið sem er í vændum í komandi seríu. Síðast þegar við sáum Theon Greyjoy tókst honum að vinna á sitt band hóp af sæ­förum frá Jár­n­eyjunum svo­kölluðu með því að... vinna einn gæja, senni­lega skip­stjórann, í slag - af því að hann var ekki með typpi. Eða eitt­hvað.

Hann er alla­vega á leiðinni að bjarga systur sinni, Yöru Greyjoy, sem við sáum síðast í haldi Euron í King's Landing. Euron, er eins og áður hefur komið fram, á leiðinni til Essos að ná í besta mála­liða­hópinn í sögu Game of Thrones.

Mun Theon ekki bara ná að drepa kvikindið? Það væri þá enda­punkturinn á frekar storma­samri veg­ferð sem Theon hóf þegar hann á­kvað að senda Robb Stark ekki bréfið sem lét hann vita að pabbi sinn ætlaði sér að svíkja hann og halda þess í stað með her­lið til að taka Win­ter­fell. Þar sem hann var svo hand­samaður af ó­geðinu Ramsay Bol­ton sem hjó af honum liminn og gerði hann að Reek.

Theon virtist hafa náð sér að ein­hverju leyti en yfir­gaf samt systur sína á lykil­s­tundu í sjöundu seríu. Við munum senni­lega sjá enn meira co­meback frá Theon í þeirri áttundu.

View this post on Instagram

The final season. #GameofThrones

A post shared by gameofthrones (@gameofthrones) on

Margir aðdáendur telja að þetta plakat bendi til þess að Drogon muni annað hvort bræða járnhásætið niður, deyja, eða bæði.

Mun ein­hver sigra þetta? Bræðir Daenerys járn­há­sætið?

Þurfum við ekki að fara að horfast í augu við það að endirinn sem við öll þráum (að minnsta kosti þau okkar sem eru ekki sið­blind og/eða þau okkar sem viljum ekki sjá fyrir­sjáan­legan Dis­n­ey-endi á Game of Thrones), sem er sá að Dany og Jon endi saman á járn­há­sætinu með lítinn dreka­úlf fyrir erfingja á meðan allt leikur í lyndi í Westeros, er hrein­lega ekki raun­hæfur?

Fjöl­skyldu­kerfið í Westeros, sem for­faðir Dany og Jon, Aegon the Conqu­er­or kom á fót fyrir þúsundum ára, virðist að minnsta kosti vera fer­lega eitur­blandað og stuðla að öfund, svikum og prettum. Rauða brúð­kaupið svo­kallaða er engan veginn gleymt. Er þetta þátta­röðin þar sem góðu kallarnir drepa vondu upp­vakningana og fara svo bara eftir á og drepa hina vondu drottninguna? Það getur eigin­lega ekki verið.

Ein­hverjir hafa að því leytinu til horft til sýna Daenerys frá Qu­arth sem sýndar voru í annarri seríu. Þar sem hún gekk um ísi­lagt há­sætis­her­bergið sem lagt hafði verið í rúst. Dany hefur í­trekað talað um að „brjóta hjólið“ og eru ein­hverjir sem halda að það þýði að hún muni hrein­lega á­kveða að bræða járn­há­sætið niður og eyði­leggja allt sem það stendur fyrir. Hvort það sé sjálft fjöl­skyldu­kerfið, þar sem ein­hverjar fjöl­skyldur ráða meira en aðrar, er ó­sagt látið. Við munum komast að því innan ör­fárra vikna.

Kannski fáum við bara Star Wars endi í há­sætis­her­berginu, með Dany á járn­há­sætinu, Jon hennar við hlið og Tyrion þarna og þau eru öll með medalíur og ó­geðs­lega glöð af því að þau unnu þetta allt saman. Kannski.

Tyrion er uppáhalds persóna margra en hann er talinn bráðfeigur af þeim sem hafa séð fyrsta þáttinn.
HBO

Hvað er málið með Tyrion?

Í lok sjöundu seríu er Tyrion um borð í á­star­f­leyinu með Dany og Jon. Mikið hefur verið rætt og ritað um svipinn á Tyrion þegar hann sá Jon lauma sér inn til frænku sinnar fyrir ástar­at­lot en Peter Dinkla­ge hefur sjálfur sagt að Tyrion beri til­finningar til Daenerys . Hvernig mun sam­band þeirra blasa við honum?

Til upp­rifjunar gerði Tyrion ansi mörg mis­tök í sjöundu seríu. Lét plata sig trekk í trekk, meðal annars þegar hann sendi Unsulli­ed her­mennina til Ca­ster­ly Rock á meðan Lanni­sterarnir tóku Hig­hgar­d­en og þegar Euron Greyjoy tók til fanga Yöru og Ellariu Sand (og kom þar ein­hvern veginn í veg fyrir að ALLUR her Dorn­e blandi sér í á­tökin, sem er auð­vitað absúrd, en þættirnir virðast ekki hafa tíma fyrir sunnan­mennina).
Mis­tök sem verður að segjast að eru mjög ólík hans per­sónu, ef við miðum við þann tíma þar sem hann var hönd konungsins í annarri seríu og tókst að bjarga King's Landing frá Stannis. Er ástin í garð Daenerys að hafa á­hrif á dóm­greindina hans? Vill hann sjá eigin fjöl­skyldu tapa stríðinu? Í hvaða liði er hann?

Marga grunar að hann hafi gert með sér ein­hvers konar leyni­samning við Cer­sei þegar hann fór að ræða við hana í lok sjöundu seríu, mögu­lega um björgun barns hennar.

Við munum sjá hann takast á við nýjar en ef til vill kunnug­legar að­stæður í kvöld, þar sem hann mun þurfa að hafa fyrir því að sann­færa norðan­mennina um að treysta Daenerys og auð­vitað bróðurnum Jamie. Flestir norðan­mennirnir hafa ein­mitt varið drjúgum tíma í að berjast gegn Targar­yen fjöl­skyldunni sem og Lanni­ster fjöl­skyldunni.

Sögur herma að prufu­á­horf­endur sem séð hafa fyrsta þáttinn í seríunni finnist mörgum eins og Tyrion sé bráð­feigur. Ekki er ljóst af hverju það stafar, en þið þekkið þetta - við komumst að því í kvöld hvað í ó­sköpunum það þýðir

Hin siðblinda Melisandre leiddi saman eld og ís í síðustu seríu.
HBO/Samsett mynd

Hver er Azor Ahai? Af hverju vöknuðu hvít­genglarnir til lífsins? Hvernig verða þeir sigraðir?

Það er margt merki­legt varðandi galdra, hvít­genglana, drekana og spá­dóminn um Azor Ahai (eða prinsinn sem var lofað), stríðs­manninn sem kemur til að berjast gegn hvít­genglunum, sem við bara HLJÓTUM að fá svör við í komandi seríu. Við skulum ekki gleyma rauðu hala­stjörnunni í annarri seríu . Hún birtist í upp­hafi annarrar seríu og tengja margir það við fæðingu dreka Daenerys.Við fengum þó aldrei nein al­menni­leg svör um hvað hún þýddi, þó rauða pre­stynjan Melis­andre hafi verið dug­leg við að tengja hana við spá­dóminn um Azor Ahai.

Spá­dómurinn um Azor Ahai hefur verið kynntur með ræki­legum hætti í undan­förnum seríum, nú síðast í seríu sjö af áður­nefndri Melis­andre þegar hún mætti í heim­sókn til Dany á Dragonstone og sagði henni frá spá­dómnum um stríðs­manninn með elds­verðið sem mun leiða lif­endur til sigurs gegn hinum dauðu.

En hver ná­kvæm­lega er Azor Ahai? Er það Dany? Eða er það Jon? Eða er það kannski barnið þeirra? Ein sturluð kenning gerir ráð fyrir því að Nætur­konungurinn hafi mætt suður til þess eins að sækja barn Jon og Dany og gera úr því nýjan Nætur­konung. Kenningin, sem út­skýrð er í mynd­bandinu hér að neðan, gerir ráð fyrir því að Jon og Dany neyðist þannig til að af­henda honum barn sitt, til þess að semja um frið við hvít­genglana. Sturluð kenning og vonandi ekki rétt.

Þá hljótum við að fá svör við því af hverju hvít­genglarnir lágu í dvala í þúsundir ára og eru að koma aftur núna en það hlýtur að tengjast að ein­hverju leyti auknum krafti galdra í ver­öld Game of Thrones. Munum að við höfum ekki einu sinni fengið út­skýringu á því hvað varð þess valdandi að drekarnir hennar Dany vöknuðu til lífsins, aðrar en þær að per­sónur eins og Melis­andre hafa talað um aukinn kraft galdra. Lík­legt verður að teljast að fæðing drekanna og endur­koma hvít­genglanna tengist.

Annars segjum við bara gleði­lega há­tíð, njótið þáttarins, vonandi með vinum og vanda­mönnum og vonum bara að við fáum að sjá Samwell skrifa söguna í lok síðasta þáttar og að hann gefi henni hið ljóð­ræna nafn „A Song of Ice and Fire“ eins og bóka­bálkurinn heitir. Njótið!

Frétta­blaðið verður með ítar­lega Game of Thrones um­fjöllun á vefnum á næstu vikum á meðan sýningu þáttanna stendur yfir.