Poppsmellurinn Allt sem ég þrái með Stjórninni frá árinu 1995 er upphaflega sænskt lag frá árinu 1989, með tónlistarmanninum Christer Sandelin.

Lagið Det Hon Vill Ha er fyrsta lagið á plötunni Luften Darrar með Sandelin sem kom út árið 1989. Á plötunni eru 12 lög.

Allt sem ég þrái kom út á plötunni Tvö líf árið 1991. Stórskotalið íslenskra lagahöfunda kom að plötunni en Valgeir Guðjónsson, Friðrik Karlsson, Andrea Gylfadóttir, Stefán Hilmarsson og Þorvaldur Bjarni eru þar meðal höfunda, ásamt fleirum.

Það var Twitter-notandinn Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar sem benti á sænskan uppruna lagsins á Twitter í dag, og ritaði við hljóðbrot úr lagi Sandelin: Líf mitt er lygi.

Ólöf Hugrún svaraði um hæl: „Það eru svona 2 ár síðan ég komst að þessu og ég er ennþá MIÐUR mín. Heyrði lagið einmitt í útvarpinu þegar ég var í Noregi í sumar, eins og ekkert væri.“