Nóg er um að vera hjá íslenskum krökkum í dag en sjálfur öskudagurinn er genginn í garð og haldinn hátíðlegur um allt land. Þá tíðkast að sjálfsögðu að klæða sig upp í skemmtilegan búning og sníkja sælgæti með söng hjá stofnunum og fyrirtækjum.

Á samfélagsmiðlum má finna ýmsar stórskemmtilegar færslur þar sem má sjá fjölbreytta flóru af búningum. Fréttablaðið tók saman nokkrar stórskemmtilegar færslur af börnum, fullorðnum og gæludýrum í skrautlegum búningum.

Tanja Sól Valdimarsdóttir sendi Fréttablaðinu þessa krúttlegu mynd af Emil Ingimar, 6 mánaða gömlum ljónsunga.

Ljónsunginn Emil!
Mynd/Tanja Sól Valdimarsdóttir

Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona deildi mynd af frænku sinni Lóu. Hildur málaði frænku sína sem ákvað að vera Elsa úr Frozen. Að sjálfsögðu var myndataka í snjónum!

Lóa er eins og blanda af Elsu og Önnu.
Mynd/Hildur Kristín Stefánsdóttir

Bjarni Hallfreðarson sendi þessa krúttlegu mynd af dóttir sinni, Ingibjörgu Örnu, sem klæddi sig upp sem galdrastrákurinn Harry Potter. Mamma hennar, Anna Margrét Arnardóttir, gerði búninginn.

Ingibjörg Arna Potter opnar hjörtu allra með Alohamora!
Mynd/Bjarni Hallfreðsson

Krumma, kisan hennar Guðrúnar Helgu, ákvað að fara út sem köttur í dag.

Vá, ótrúlega raunverulegur búningur. Alveg eins og alvöru kisa!
Mynd/Guðrún Helga

Tveir ungir kafarar frá kafarfyrirtækinu dive.is dýfðu sér út í öskudaginn

Þessir snillingar slógu rækilega í gegn sem Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson úr Næturvaktinni.

Ólafur Ragnar er Eyvindur Sveinn Lárusson og Georg er Úlfur Þórhallson.

Dagvaktin í Hveragerði.
Mynd/Hrund Guðmundsdóttir

Ingibjörgu Sædísi gekk misvel að klæða schnauzer hunda sína, Rúfus og Tuma, í öskudagsbúninga. Rúfus var heldur betur spenntur fyrir púka-hornunum en Tumi var eitthvað hikandi við hattinn.

„Annars er Tumi alltaf í búning. Hann er augljóslega Tobbi úr Tinna,“ segir Ingibjörg Sædís nokkur í samtali við Fréttablaðið.

Algjörir púkar. Tumi vill ekki vera með hatt þannig hann fer sem Tobbi úr Tinna bókunum.
Mynd/Ingibjörg Sædís

Veiga Katrín, fimm ára, er í sama kisubúningi og frænka hennar klæddist fyrir 27 árum.

„Guðdóttir mín Veiga Katrín og litla frænka er í kisubúningi sem mamma mín (amma hennar) saumaði fyrir mig fyrri 27 árum. Hún vildi vera alveg eins og ég, en ég fór á búningaball síðastliðinn laugardag sem kisa.“

Veiga Katrín vildi vera alveg eins og frænka sín og guðmóðir, Lovísa Dröfn. Tvær rosa sætar kisur!
Mynd/Lovísa Dröfn

Sonur Ragnars í glæsilegum búningi sem Daði Freyr úr Gagnamagninu. Peysuna keyptu þau af Daða sjálfum.

Daði virtist vera vinsæll í ár! Guðrún Jóna Hreggviðsdóttir. Sonur hennar, Starkaður Enok, fór einnig sem Daði!

Að sjálfsögðu mátti einnig finna Árnýju úr Gagnamagninu að sníkja nammi á Akureyri.

Árný úr Gagnamagninu með félögum sínum, þar á meðal Ginny Weasley og tígul sjöunni!
Mynd/ Auðunn Níelsson

Starfsfólk Amtsbókasafnsins mætti að sjálfsögðu í öskudagsbúningum eins og má sjá á færslu þeirra á Instagram.

Vor veitingar deildu þessari frábæru mynd á Instagram. Syngjandi popp og kók!

Jóhannes Ólafsson, dagskrárgerðamaður á RÚV, varð aldreilis hissa þegar hann sá að samstarfsfólk hans klæddi sig upp sem hann!

Jókerinn sást á Akureyri. Eflaust að dansa í „slow-motion“ við tónlist Hildar Guðnadóttur.

Gefið þessu barni óskarsverðlaun.
Fréttablaðið/Auðunn Níelsson

Ylja, dóttir Unu Hildardóttur og Bjarts Steingrímssonar, var Gísli í Landanum á öskudag.