Þegar við breytum mataræðinu ættum við að spyrja okkur „Er þetta mataræði sem ég myndi vilja borða allt mitt líf?” Ef svarið er nei er lausnin ekki langtíma að sögn Júlíu. Hún er ekki hlynnt "mataræðistitlum” og segir alla þurfa að finna út hvað hentar sér.

Margir eru um þessar mundir að skoða breytt mataræði og því ákváðum við að heyra í Júlíu varðandi hagnýt ráð sem lesendur getað tileinkað sér á nýju ári fyrir bætta heilsu. Júlía borðar sjálf engan hvítan sykur og segir hún það vera stóran lykil í því að hún nái að viðhalda góðu formi, orku og heilsu allan ársins kring. „Ég var alls ekki alltaf í hollustunni hins vegar og lengi vel lifði ég á skyndibita, ís og „bland í poka“ Helsti óttinn minn var alltaf að hollt mataræði yrði leiðigjarnt og bragðlítið og því hef ég það ávallt að markmiði að uppskriftir mínar séu ekki bara hollar heldur bragðgóðar og girnilegar á að líta.”

Hvað er hollt mataræði?

Þrátt fyrir fjölmargar ólíkar kenningar um mataræði eru nánast allir sammála um sykurinn. Hann er hreinlega skelfilegur fyrir heilsuna og algjörlega næringarlaus. Enda hafa rannsóknir sem sýna fram á skaðsemi sykurs aldrei verið eins margar og nú og sýna þær að óhófleg neysla á sykri er einn helsti orsakavaldur ofþyngdar, þreytu, vanlíðunar, meltingarvandamála, sykursýki og ótal fleiri kvilla og sjúkdóma. Það mætti því nánast segja að hollt mataræði geti ekki verið hollt fyrr en það er án eða með afar takmörkuðu magni af sykri. Sykur skiptist í glúkósa og frúktósa. Umframmagn af frúktósa er það sem við viljum forðast en það leiðir til þess að líkaminn geymir sykur sem fitu. Frúktósi finnst í miklu magni í hvítum sykri, hrásykri og agave (og einnig ávöxtum en þó er hann mismikill eftir tegund ávaxta).

Kostir þess að sleppa sykri

Aukin orka

Skýrleiki og fókus

Andleg og líkamleg vellíðan

Bætt brennsla

Betri melting og fallegri húð

En hvernig á að fara að?

Ég gæti sjálf ekki sleppt því að borða ávexti eins og ber og banana, hvað þá dökkt súkkulaði. Ég mæli með að fá sætleika frá einhverju sem er lágt í frúktósa; steviu, kókospálmasíróp (það er ekki sama og kókospálmasykurinn), döðlum í hófi eða berjum.

Að fara alla leið með sykurleysið eða ekki?

Sykur er gríðarlega ávanabindandi og tekur a.m.k. 14 daga að fara úr líkamanum og þegar við minnkum sykurinn (í stað þess að taka hann alveg út á þessum tíma) er vandamálið oft að allur sykurinn sem við innbyrðum kallar á meiri sykur og við festumst í vítahring þar sem erfitt er að minnka sykurinn.

Það eru vissulega skiptar skoðanir á því hvort við ættum að fara alla leið eða ekki með sykur, ég segi; slepptu honum í 14 daga og sjáðu hvernig þér líður. Prófaðu þig áfram með hollari valkostum til að seðja sætindaþörfina á þeim tíma og taktu þá ákvörðun um hvort þig langi til að fara aftur í gömlu venjurnar eða ekki. Yfirleitt er það þannig að við áttum okkur á því að það er hægt að hafa það mjög gott án sykurs. Ef þú vilt hafa nammidaga af hverju ekki að hafa þá hollari? Í 14 daga áskoruninni fá þátttakendur stuðning og uppskriftir þegar erfiðast reynir. En margir fyrri þátttakendur í áskorun hafa í kjölfarið náð að halda áfram lífsstíl með minni sykri og sagt áskorunina hafa sýnt sér betur hvar sykur leynist. Áskorun hefst n.k. mánudag og er skráning hafin á heimasíðunni lifdutilfulls.is.

Gættu svefns

Svefnleysi er gjarnan orsakavaldar sykurlöngunar. Svefnskortur dregur úr leptín hormónum sem gerir það að verkum að matarlanganir aukast, sem útskýrir afhverju mörg okkar narta meira yfir daginn þegar við höfum sofið illa. Mjög mikilvægt er að ná góðum svefni fyrir fitubrennslu, afköst, orku og almenna vellíðan.

Endurstilltu bragðlaukana með dökkgrænum laufum

Beiska bragðið frá dökkgrænu grænmeti hjálpar til við að draga úr þörf líkamans á sykri. Bættu því grænu grænmeti eins og t.d. grænkáli og spínati út í búst, salat eða annað. Þér gæti þótt það vont á bragðið fyrst um sinn en eftir smá tíma aðlagast líkaminn sykurminna mataræðinu og endurstillir sig.

Taktu steinefni

Steinefni; magnesíum og króm þá sérstaklega, hjálpa líkamanum að vinna á sykurþörfinni sem mörg okkar glíma við. Oft framkallar líkaminn þörf á sykri þegar hann er í raun að kalla eftir steinefnum. Króm er þá gott fyrir þá sem glíma við blóðsykursójafnvægi og magnesíum fyrir þá sem hafa mikla súkkulaðilöngun, æfa mikið, glíma við meltingarvandamál eða mikla streitu.

Holl fita er lykilatriði

Holl fita er algjör lykill til að halda blóðsykri jöfnum og seðja líkaman. Oft þegar holl fita er ekki til staðar leitar líkaminn í sykur. Holl fita er einnig einstaklega góð fyrir einbeitingu og brennslu. Avókadó, möndlur, möndlusmjör, og tahini eru nokkrir af mínum uppáhalds fitugjöfum

Endurskoðum venjur okkar

Hversu mörg okkar grípa í sykurinn yfir daginn af gömlum vana? Við nörtum í kex með kaffinu, borðum nammi yfir sjónvarpinu eða verðlaunum okkur eftir langan vinnudag með smá súkkulaði. Gott er að kanna hvenær við sækjumst í sykur hreinlega útaf vana og þá sjá hvort hægt sé að koma með betri valkost. Væri t.d. hægt að hafa hollari kvöldsnarl? Verðlauna okkur með nuddi eða hollu súkkulaði og kaffibolla í ró og næði?

Slepptu sykri með ókeypis 14 daga áskorun

Á döfinni hjá Júlíu er hennar ókeypis 14 daga sykurlausa áskorun sem hefst mánudaginn n.k. 28. janúar. Áskorunin er haldin sjötta árið í röð og hefur aldrei verið vinsælli enda næstum 30.000 manns skráð til leiks. Júlía gefur 5 uppskriftir sem slá á sykurlöngunina í hvorri viku auk innkaupalista, ráða og stuðning frá facebook grúppu áskorunar. Skráning fer fram á heimasíðunni http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/.