Álf­rún Gunn­laugs­dóttir, rit­höfundur og prófessor í bók­mennta­fræði, lést í gær­morgun 83 ára að aldri.

Álf­rún fæddist í Reykja­vík 18. mars 1938. Hún lauk stúdents­prófi frá Mennta­skólanum í Reykja­vík 1958 og stundaði bók­mennta­fræði- og heim­speki­nám í Barcelona og Sviss þar á eftir.

Hún var lektor í al­mennri bók­mennta­fræði við Há­skóla Ís­lands árin 1971-1977, var dósent og í kjöl­farið prófessor frá 1988 til 2006 þegar hún lét af störfum.

Álf­rún sendi frá sér átta skáld­verk sem voru mörg hver til­nefnd til ýmissa bók­mennta­verð­launa. Þrjár skáld­sögur Álf­rúnar voru til­nefndar til Bók­mennta­verð­launa Norður­landa­ráðs: Hring­sól (1991), Hvatt að rúnum (1995) og Yfir Ebrof­ljótið (2003).

Yfir Ebrof­ljótið var til­nefnd til ís­lensku bók­mennta­verð­launanna árið 2001 og einnig skáld­sagan Rán árið 2008. Þá hlaut hún bók­mennta­verð­laun DV árið 1985 fyrir skáld­söguna Þel. Verk Álf­rúnar hafa þar að auki verið þýdd á er­lend tungu­mál.

Álf­rún var gerð að heiðurs­doktor við ís­lensku- og menningar­deild Há­skóla Ís­lands 1. desember 2010 og heiðruð með Riddara­krossi hinnar ís­lensku Fálka­orðu fyrir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta 1. janúar 2018.

Síðasta bók hennar, skáld­sagan Fórnar­leikar, kom út hjá Máli og menningu árið 2016.

Álfrún við veitingu heiðursdoktorsnafnbótar í Háskóla Íslands árið 2010 Thor Vilhjálmssyni og Matthíasi Johannessen.
Fréttablaðið/GVA