Marka­skorarinn og lands­liðs­maðurinn Al­freð Finn­boga­son og Fríða Rún Einars­dóttir, fyrr­verandi fim­leika­stjarna, eignuðust sitt annað barn í gær. 

Frá þessu er greint á Twitter-síðu FC Augs­burg, liðinu sem Alfreð leikur með, og leikmanninum þar færðar hamingju­óskir. Fjöl­skyldan býr í Þýska­landi þar sem Al­freð hefur gert gott mót. Fyrir á parið dótturina Viktoríu sem verður tveggja ára í mars.