Geimveran Gordon Shumway, betur þekktur sem ALF (Alien Life Form), frá plánetunni Melmac er mörgum minnistæður en sjónvarpsþættirnir um hann gengu við talsverðar vinsældir á árabilinu 1986 til 1990.

Þeir sem hafa saknað þessa hlýlega furðufugls hafa nú ærið tilefni til að fagna þar sem Warner Bros. undirbýr nú endurkomu hans í nýjum þáttum. Ekki spillir fyrir að mennirnir á bak við gömlu þættina, Tom Patchett og Paul Fusco eru með í ráðum en auk þess að skrifa þættina stýrið Fusco og talaði fyrir tuskubrúðuna ALF.

Shumway þessi slapp naumlega frá heimaplánetunni áður en hún tortímdist en brotlenti geimfari sínu á bílskúr Tanner-fjölskyldunnar. Þau skutu yfir hann skjólshúsi og næstu árin var hann þeim ýmist til ama og óþæginda eða ánægju og yndisauka.

Í nýju þáttunum kemur ALF aftur til jarðar og mun líklega fyrir hjá nýrri fjölskyldu, væntanlega með tilheyrandi rugli og bulli.

Samkvæmt The Hollywood Reporter er engin sjónvarpsstöð með í undirbúningnum sem mun vera á algeru frumstigi en byrjað var að huga að þessari endurkomu í maí.