„Ég er með risastóran hnút í maganum. Það eru stórar breytingar í gangi hjá litlu fjölskyldunni og því erum við að selja fallegu íbúðina okkar í Garðabænum,“ skrifar Alexsandra Bernharð áhrifavaldur og fyrrum þáttastjórnandi hlaðvarpsins, Þokan.

Alexsandra segir jafnt fram vera spennt fyrir nýjum kafla, en tilgreinir ekki hvert fjölskyldan eru að flytja.

Íbúðin er á annarri hæð í litlu fjölbýli að Lyngmóum í Garðabæ, 112,7 fermetrar að stærð og þar af 16,2 fermetra bílskúr,

Einstaklega flott íbúð sem er fallega innréttuð og mikið uppgerð.

Komið er inn í forstofu og er eldhúsið á hægri hönd. Stofa, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. í Kjallara er sameiginlegt þvottahús og 6,1 fermetra geymsla.

Ásett verð fyrir eignina eru 64,9 milljónir króna. Nánar á vef Remax.

Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax