Alexander Sigurður Sigfússon förðunarfræðingur er kominn í fimm manna úrslit í stærstu förðunarkeppni Norðurlandanna, Nordic Face Awards.

Förðun Alexanders sem var kosin áfram í fimm manna úrslitin.

Keppnin er í raun undankeppni enn stærri alþjóðlegrar keppni sem er haldin á vegum vörumerkisins Nyx. Þannig eru smærri keppnir haldnar úti um allan heim og fara sigurvegarar þeirra síðan allir áfram í aðalkeppnina.

Keppendurnir fimm munu keppa til úrslita í september.

Þetta er í fyrsta skipti sem Alexander tekur þátt í keppninni en hann mun keppa til úrslita í byrjun september, þar sem keppendur leggja eina förðun fyrir dómnefnd sem velur þá bestu. Förðun Alexanders sem fleytti honum í fimm manna úrslitin var hins vegar kosin áfram.

Annar Íslendingur er meðal þeirra fimm sem keppa um titilinn í september, Sandra Sif Halldórsdóttir, en hún keppir fyrir hönd Noregs þar sem hún er búsett.