Ísland mætti Frakklandi í 1 á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Liðin mættust í Köln og hófst leikurinn klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Að vanda hafði fólk á Twitter margt og mikið að segja um leikinn, leikmennina og stöðuna. Frakkland hafði betur í kvöld með 31 marki á móti 22 mörkum Íslands. 

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, gerði tvær breytingar á leikmannahópnum í dag eftir að ljóst var að Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson meiddust í leik liðsins gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Í stað þeirra komu inn Haukur Þrastarsson og Óðinn Þór Ríkarðsson. 

Áberandi var hversu mikið fólk talaðu um aldur leikmanna íslenska liðsins, þá sérstaklega Óðins, en hann er 21 árs gamall. Meðalaldur alls liðsins er 24,3 ár. Sá elsti er Björgvin Páll Gústafsson, markmaður liðsins, en hann er 33 ára. Sá yngsti er Haukur Þrastarsson, en hann er aðeins 17 ára gamall. 

Nokkrar færslur sem birtar voru á Twitter á meðan leiknum stóð má sjá hér að neðan.