Lífið

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Landsmenn fylgdust með karlalandsliði Íslands í handbolta spila sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu sem fer nú fram. Aldur landsliðsmanna var mikið ræddur á samfélagsmiðlum.

Haukur Þrastarson og Ludovic Fabregas á vellinum í kvöld Fréttablaðið/EPA

Ísland mætti Frakklandi í 1 á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Liðin mættust í Köln og hófst leikurinn klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Að vanda hafði fólk á Twitter margt og mikið að segja um leikinn, leikmennina og stöðuna. Frakkland hafði betur í kvöld með 31 marki á móti 22 mörkum Íslands. 

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, gerði tvær breytingar á leikmannahópnum í dag eftir að ljóst var að Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson meiddust í leik liðsins gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Í stað þeirra komu inn Haukur Þrastarsson og Óðinn Þór Ríkarðsson. 

Áberandi var hversu mikið fólk talaðu um aldur leikmanna íslenska liðsins, þá sérstaklega Óðins, en hann er 21 árs gamall. Meðalaldur alls liðsins er 24,3 ár. Sá elsti er Björgvin Páll Gústafsson, markmaður liðsins, en hann er 33 ára. Sá yngsti er Haukur Þrastarsson, en hann er aðeins 17 ára gamall. 

Nokkrar færslur sem birtar voru á Twitter á meðan leiknum stóð má sjá hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Lífið

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Matur

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Auglýsing

Nýjast

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Dásamlegar heimagerðar beyglur

Ás­dís Rán setur Söru Heimis stólinn fyrir dyrnar

Crowninn eins og elsta barnið

Auglýsing