Banda­ríski Hollywood leikarinn Will Smith er á tölu­vert betri stað nú heldur en í upp­hafi árs þegar hann rak grín­istanum Chris Rock feitann löðrung á Óskars­verð­launa­há­tíðinni. Þetta full­yrðir US We­ekly og hefur eftir ó­nafn­greindum heimildar­manni.

Al­heimurinn fylgdist með því agn­dofa þegar Will brást ó­kvæða við brandara Chris Rock um eigin­konu sína, Jada Pin­kett Smith og hár­leysi hennar á verð­launa­há­tíðinni. Síðan þá hefur leikarinn beðið grín­istann af­sökunar og er á betri stað.

„Allt frá því að Will baðst af­sökunar var þungu fargi af honum létt og hann hefur ein­fald­lega verið allt annar,“ hefur US We­ekly eftir ó­nafn­greinda heimildar­manninum sem sagður er vera náinn leikaranum.

Will opin­beraði það ný­verið í mynd­bandi að hann hefði beðið grín­istann af­sökunar og reynt að ná af honum tali vegna málsins. Chris hefði hins­vegar beðist undan því og sagst ekki vera til­búinn í það sam­tal.

US We­ekly segir að leikarinn sé þrátt fyrir þetta á góðum stað. „Hann er metnaðar­fullur fyrir fram­tíðinni og von­góður um að nú séu bjartari dagar fram­undan.“