„Þetta var yndislegt kvöld, sólin skein hér í Mývatnssveit eins og alltaf og ég skemmti mér mjög vel," segir Bríet rétt eftir tónleikana sem hún hélt við jarðböðin í Mýtvatni í kvöld.

Bríet kom fram ásamt Auði og krassasig.

krassisig spilaði fyrir káta tónleikagesti við jarðböðin.

Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Bríet heimsótti Mývatnssveit. En hún dvaldi þar þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi.

„Ég kom hingað til að semja tónlist með Auði og Kidda í samkomubanninu, tónlist fyrir nýja plötu sem ég er að fara að gefa út. Það var í fyrsta sinn sem ég kem hingað á mínum fullorðinsárum en ég hafði áður komið sem barn."

Hún segir vel koma til greina að þau þrjú haldi saman tónleika aftur ef það sé eitthvað sem aðdáendur óski eftir.

Aðspurð hvort hún hafi áður spilað aðeins fyrir hausa svarar hún neitandi:

„Nei, aldrei áður. Þetta var mjög áhugavert því maður veit ekki hvort fólk er að hreyfa sig eða ekki. Ég sá bara hausa dilla sér og þurfti að treysta á að þeim þætti þetta næs."

Veðrið var dásamlegt í Mývatnssveit í kvöld og stemningin brjáluð að sögn tónleikagesta.

Tónleikagestir voru á öllum aldri og allir virtust skemmt sér vel.
Soffía Kristín Jónsdóttir