Leikarinn Matt Damon full­yrðir að hann hafi aldrei notað niðrandi orð um sam­kyn­hneigða en hann hefur verið harð­lega gagn­rýndur undan­farna daga eftir að hann ljóstraði því upp í við­tali við Sunday Times um helgina að hann hafi að­eins ný­verið tekið orð úr sinni orða­bók sem er al­mennt talið mjög niðrandi um sam­kyn­hneigða.

Damon sagði frá því að hann hafi hætt að nota orðið eftir dóttir hans skrifaði honum langt bréf um skað­semi þess eftir að hann notaði það í gríni.

Aldrei notað orðið sjálfur

Í yfir­lýsingu sem hann sendi frá sér eftir að málið komst til um­ræðu segir hann að hann hafi aldrei notað orðið til að móðga ein­hvern en sögunni sem hann sagði Sunday Times fylgdi að karakter sem hann lék hafi notað það í kvik­mynd.

„Þetta orð er hættu­legt,“ segir hann í yfir­lýsingunni þar sem hann út­skýrir í hvaða sam­hengi hann og dóttir hans ræddu orðið og merkingu þess þegar hann ólst upp og svo merkingu þess í dag.

Hann segir í yfir­lýsingunni skilja hvernig var hægt að túlka það versta út frá því sem hann sagði en í­trekar svo stuðning sinn við hin­segin sam­fé­lagið.

Greint er frá á vef Variety.