Nú þegar haustið mætir vetri er kominn tími til að draga fram hlýjustu peysurnar og klæðast þeim til skiptis, helst bara þar til fer að vora á ný. Það er ekkert betra en þægileg og falleg peysa sem maður getur nánast týnst í, svona í vetrarkuldanum. Það er ekki bara afslappað heldur einfaldar gott safn af fallegum kósí peysum fatavalið á nöprum vetrarmorgnum þegar mann langar helst bara til að skríða undir sæng. Þá er um að gera leita í það næstbesta; hlýja og góða peysu.

Þykkt og hlýtt pesyuvesti, sem eflaust gengur ekki alveg jafn vel upp í íslensku veðri og vindum.
Mynd/Nordic Photos
Peysur þurfa ekki að vera einlitar, ekki hika við að klæðast litríkum og öðruvísi peysum til að hleypa smá birtu inn í skammdegið.
Mynd/Nordic Photos
Leikkonan Zazie Beetz í flottri rauðri peysu frá Chanel
Mynd/Nordic Photos
Síðar peysur eru frábærar þegar maður nennir ekki að pæla of mikið í fatavalinu, það er nóg að skella sér í þykkar leggings við. Þessi fæst í H&M.
Lillablá peysa frá Zara, sturlað flott við svartar leðurbuxur.
Ótrúlega flott og kósí peysa sem gengur jafn vel með blúndupilsi og við gallabuxur.
Mynd/Nordic Photos
Zara er alltaf með puttann á púlsinum og gefur þessi klassíska hvíta kaðlapeysa ekkert eftir í smartheitum.
Falleg ljósblá peysa frá Zara, fullkomin í vetrarkuldanum.