Leikkonan Aldís Amah Hamilton greindi frá því á Instagram í gærkvöldi að hún hefði sett eigið fyrirtæki á laggirnar, Hamilton slf.

„SangríuSkál í Los Angeles er einhvern veginn voða viðeigandi,“ skrifar Aldís við mynd sem hún birti á Instagram og heldur áfram: „Smáa letrið: Að stofna fyrirtæki er alveg next-level þrot. Þakka öllum sem höfðu þolinmæði fyrir mér og hjálpuðu frá mínum allra dýpstu hjartarótum.“

Aldís segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækið sé fyrir hana sjálfa sem listakonu, „Það var mælt með að stofna fyrirtæki á þessum tímapunkti og ég sló til,“ upplýsir Aldís.

Aldís er ein skærasta stjarna okkar Íslendinga, en hún sló í gegn í þáttunum Svörtu sandar sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur.