Lífið

Alberti í eld­húsinu fleygt út úr vin­­sælum matar­­hóp

Albert Ei­ríks­son hefur lengi verið virkur með­limur í Face­book-hópnum „Matar­tips!“ Í gær­kvöldi komst hann að því að hann væri ekki lengur með­limur í hópnum. Al­menn ó­á­nægja ríkir innan hópsins vegna brott­rekstrar Alberts.

Albert á fjölmarga aðdáendur og almenn óánægja ríkir með að hann fái ekki að taka þátt í umræðum hópsins lengur. Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Talsverður usli varð í Facebook-hópnum „Matartips!“ í gær þegar í ljós kom að einum meðlim hópsins hafði verið hent út. Meðlimurinn sem um ræðir er enginn annar en matgæðingurinn Albert Eiríksson sem er einnig þekktur fyrir bloggið sitt Albert í eldhúsinu þar sem hann deilir hollum uppskriftum með lesendum sínum. 

Albert spurði í færslu á vegg sínum: „Getur einhver bent stjórnendum Matartips hópsins að það þurfi ekki að loka á mig. Held ég sé ekkert sérstaklega hættulegur.“ 

Albert á fjölmarga aðdáendur og almenn óánægja ríkir með að hann fái ekki að taka þátt í umræðum hópsins lengur. Hann hefur verið virkur notandi og verið duglegur að deila uppskriftum og matargagnrýni með meðlimum. 

#FREEALBERTEIRÍKSSON

Óperusöngkonan Hallveig Rúnarsdóttir reyndi að koma honum til bjargar og skrifaði fyrirspurn í hópinn, þar sem hún spurði hvort búið væri að henda Alberti út úr hópnum. 

Önnur kona spyr  hvort um lélegan brandara sé að ræða. „Á þetta í alvöru að vera boð og bönn grúbba? Lágmark að gefa opinbera útskýringu á hvað hann gerði svona agalega af sér, svo við hin getum passað okku.. ef ekki hér inná þá minnstakosti til hans svo hann viti um hvað málið snýst.“

Stjórnendur hópsins virtust ekki hafa gefið málinu gaum og höfðu engu svarað þrátt fyrir að meðlimir hópsins hafi búið til sérstakt myllumerki honum til heiðurs. #FREEALBERTEIRÍKSSON skrifa þau. Meðlimir saka stjórnendur hópsins um valdafíkn og einhverjir ætla að yfirgefa hópinn.

Fréttablaðið náði tali af Agli Fannari Halldórssyni, annars stjórnenda hópsins. Aðspurður um málið sagðist hann ekki hafa séð umræðuna og kannaðist ekki við að hafa hent neinum úr hópnum. Hann þakkaði fyrir ábendinguna og ætlar að skoða hvað hann getur gert.

Ekki náðist í Albert Eiríksson við vinnslu fréttarinnar en heimildir herma að hann njóti nú lífsins í sólinni á Austurlandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Al­nafni John Lewis fær jóla­aug­lýsingu

Lífið

Billy Idol orðinn banda­rískur ríkis­borgari

Lífið

Leynigestur með blómvönd gerði allt vitlaust

Auglýsing

Nýjast

Þrýstu á Carell um endurkomu The Office

Sá sterki yfirleitt í stuttbuxum

Flett ofan af Baldri Muller á stjórnmálaspjallinu

Pandan Bei Bei bregður á leik í snjónum

Bieber og Hailey staðfesta hjónabandið

Boltinn fór að rúlla

Auglýsing