Eva Hauks­dóttir lög­maður er nýjasti gesturinn í pod­casti Sölva Tryggva­sonar. Eva, sem hefur vakið mikla at­hygli fyrir að tjá ó­hikstað skoðanir sínar, segir sam­fé­lagið oft á tíðum komið í ó­göngur þegar kemur að pólariseringu og kröfu um að fólk stilli sér í á­kveðið lið.

,,Það er rosa­lega sterk til­hneiging til að krefja fólk um að vera í ein­hverju liði. Það þarf stundum ekki meira en að þú setjir ,,like” á eitt­hvað sem vinir þínir eru ekki sam­mála, þá ertu jafn­vel dregin til á­byrgðar fyrir það. Ég hef oft fengið skila­boð þar sem fólk er reitt út í mig fyrir að hafa ,,like-að” eitt­hvað frá Hannesi Hólm­steini eða Jóni Steinari Gunn­laugs­syni. Þó að ég sé ó­sam­mála þeim í pólitík get ég alveg verið sam­mála þeim í til­teknum málum.

Það er rosa­lega vont sam­fé­lag þar sem allir eru sam­mála. Það heitir ein­fald­lega ,,Cult” og ég skil ekki hver vill svo­leiðis sam­fé­lag. Þessi skot­grafa­hernaður á inter­netinu og það að mega ekki spyrja ó­þægi­legra spurninga er eitt­hvað sem mér finnst ekki geðs­legt. Mér finnst mjög frelsandi að mega taka sjálf­stæða af­stöðu í hverju máli óháð ein­hverju liði og ég hrein­lega skil ekki af hverju fólk velur að láta draga sig inn í það að verða hafa til­teknar skoðanir.”

Ekki hrædd við að vera óvinsæl

Eva segist hrædd við allt aðra hluti í lífinu en að vera ó­vin­sæl.

,,Ég er hrædd við náttúru­ham­farir, sjúk­dóma og slys, en ég er ekkert hrædd við að vera ó­vin­sæl. Ég upp­lifi sjálfa mig ekki sem hug­rakka þó að ég þori að segja það sem ég er að hugsa. Það ættu allir að geta gert það. Sam­fé­lagið er orðið mjög skrýtið þegar fólk þorir ekki lengur að tjá sig.

Ég hef aldrei átt allt mitt undir öðrum og ég skil það vel ef fólk er hrætt við að missa vinnuna, en oftast er það ekki jafn hættu­legt og fólk heldur að tjá ó­vin­sælar skoðanir. Eitt­hvað fólk úti í bæ segir eitt­hvað ljótt um þig og það fara kannski ein­hverjir vinir þínir í fýlu tíma­bundið, en svo er það bara búið. Svo er líka gott að velja það hverjum maður tekur mark á. Stundum er það bara hrós að á­kveðið fólk sé reitt út í mann fyrir skoðanir sem það er ó­sam­mála.”

Segir femínista ekki minnihlutahóp

Hún segir á­kveðinn hóp fólks beita fyrir sig minni­hluta­hópum til að þvinga aðra í að vera sam­mála þeim. Það sé jafn­framt orðið mjög vítt hverjir teljast til minni­hluta­hópa árið 2022.

,,Um­ræðan er orðin mjög skrýtin þegar það má ekki lengur anda á alla sem eru í ein­hvers konar minni­hluta­hóp og svo er búið að víkka mjög mikið skil­greininguna á því hverjir eru í minni­hluta­hóp. Það er verið að búa til minni­hluta­hópa til dæmis úr feminstum.

Femin­istar eru enginn minni­hluta­hópur lengur, þó að það hafi einu sinni verið þannig. Það er á­kveðinn hópur sem vill banna tjáningar­frelsi allra sem eru ó­sam­mála þeim. Sumir vilja bara alls ekki sam­fé­lag þar sem ó­líkar skoðanir eru leyfðar og sá hópur vill fá að stýra um­ræðunni þannig að allir séu sam­mála þeim.

En svo er eins og þessi sami hópur virðist gefa sér að reglurnar þeirra geti aldrei átt við um þau sjálf. Þeir sem vilja stoppa tjáningar­frelsið verða að hugsa út í það að það mun koma að þeim einn daginn. Ef þú vilt setja al­mennar reglur verður þú líka að gera ráð fyrir því að reglurnar muni gilda um þig. Þó að það sé á­kveðinn tíðar­andi núna getur það breyst hratt.”

Móðir hennar hafi sætt lífslokameðferð að óþörfu

Eva, sem hefur átt mjög fjöl­breytta og stór­merki­lega ævi ræðir í þættinum meðal annars um mál móður sinnar, sem hún og syst­kyni hennar hafa kært:

,,Ég og syst­kini mín kærðum með­ferðina á móður okkar. Við teljum að hún hafi sætt lífs­loka­með­ferð að ó­þörfu, án þess að það hafi verið for­sendur fyrir því. Ég viður­kenni fús­lega að ég verð oft reið þegar ég sé fólk tjá sig um þetta mál opin­ber­lega án þess að hafa til þess neinar for­sendur.

Það er auð­vitað allt öðru­vísi að horfa á þetta mál út frá laga­legu sjónar­miði, af því að ég er með það miklar til­finningar tengdar því. En þetta eru orðin allt í allt 13 mál sem ég veit að hafa verið kærð til lög­reglu sem tengjast þessum lækni. Það er aug­ljós­lega mjög margt í þessu máli skrýtið.”