Guð­jón Heiðar Val­garðs­son er nýjasti gesturinn í hlað­varps­þætti Sölva Tryggva­sonar. Guð­jón hefur lengi verið eins konar and­lit sam­særis­kenninga á Ís­landi. Hann segist orðinn vanur því að fólk sé ó­sam­mála sér, enda oft með skoðanir sem ganga mjög gegn meiri­hlutanum:

„Ég hef þróað með mér þykkan skráp í gegnum tíðina og er hættur að taka það inn á mig ef fólk er ó­sátt við skoðanir mínar. Alveg síðan ég fór í nokkur við­töl í Harma­gedd­on fyrir löngu síðan hef ég vanist því að fólk sé ó­sam­mála mér,“ segir Guð­jón Heiðar, sem lýsir því hve­nær hann tók fyrst mjög sterka af­stöðu opin­ber­lega og tjáði sig harka­lega:

Á­kvað að vera brjálaður

„Þetta byrjaði lík­lega þegar á­rásin í Sýr­landi var í gangi og ég fór í við­tal í Harma­gedd­on. Það hafði verið ein­hver frétt þarna um morguninn á for­síðu Frétta­blaðsins um að Assad hafi verið að festa börn á skrið­drekana sína til að það yrði ekki skotið á þá. Mér fannst þetta svo öfga­full lyga­saga að ég átti ekki til orð. Máni spurði mig út í fréttina og hvort ég væri til í að tala um hana. Ég sagðist alveg vera til í það, en sagði honum að ég kæmi til með að vera brjálaður og svo á­kvað ég að vera brjálaður í þessu við­tali. Þannig að það var á ein­hvern hátt með­vituð á­kvörðun hjá mér. Ég var búinn að mæta í nokkur önnur við­töl að tala um Sýr­land, en enginn sýndi því á­huga. Ég öskraði í símann í þessu við­tali og var alveg brjálaður og ég gekk mjög langt. Þetta vakti mikla at­hygli og flestir sögðu það sama: „Þú hefur alveg eitt­hvað til þíns máls, en af hverju varstu ekki ró­legri?”. Þá benti ég fólki á að ég væri búinn að reyna það, en enginn hefði tekið eftir því.”

Fór að sjá hlutina í öðru ljósi

Hann segist hafa verið mjög hefð­bundinn í skoðunum langt fram eftir aldri. Gekk vel í skóla og keppti í Morfís og var alls ekki langt út fyrir boxið í skoðunum:

„Ég er alinn upp í fjöl­skyldu sem er frekar í­halds­söm að mörgu leyti, þó að pabbi minni hafi verið pönkari í gamla daga. Ég hafði það gott sem krakki og gekk vel í skóla og fór frekar hefð­bundnar leiðir fram eftir aldri. Ég var í Morfís liðinu í skólanum og var ekkert mikið að efast um hluti al­mennt og kaus meira að segja Sjálf­stæðis­flokkinn fyrst þegar ég fékk kosninga­rétt. Ég man eftir til­viki þar sem ég var að keppa í Morfís akkúrat þegar Íraks­stríðið var í gangi og dómarinn gerði ó­form­lega könnun um hver væri með inn­rásinni í Írak og hver væri á móti. Ég man vel að ég gat ekki á­kveðið mig og gat ein­hvern vegin ekki tekið neina á­kvörðun, þó að þeir sem væru með mér í liði væru á móti. Þó að auð­vitað sé ég á móti stríði var búið að segja manni svo margt slæmt um Saddam Hussein að ég var ekki viss. En frekar stuttu eftir þetta byrjaði ég að sjá hlutina í öðru ljósi. Fyrst í gegnum heimildar­myndir Michael Moor­e og svo fór ég að skoða meira tengt því.”

Vakinn af fimm lög­reglu­mönnum

Eftir að hafa haft frekar hefð­bundnar skoðanir á unga aldri varð kú­vending eftir at­burðina 11. septem­ber 2001. Guð­jón man vel eftir því hvað það var sem fékk hann til að breytast:

„Ég var að spila á tón­leikum á Menningar­nótt og á Austur­velli var ein­hver ná­ungi að dreifa DVD mynd­diskum sem hétu „Con­fronting the evi­dence” og fjölluðu um 11. septem­ber. Ég tók hjá honum disk og hugsaði með mér að ég væri til í að gefa þessu séns. Svo fór ég á svaka fyllerí, sem endaði með því að ég og fé­lagi minn vorum vaktir af 5 lög­reglu­mönnum af því að hann hafði lagt bílnum sínum uppi á túni hjá lög­reglu­stöðinni við Hlemm. Þannig að bíl­lykillin var tekinn af honum og við urðum að rölta heim til mín og á­kváðum að horfa saman á þessa mynd. Ég var í sjokki eftir hana og fannst það sem sett var þar fram vera hafið yfir allan vafa í mörgum til­vikum. Eftir þetta gat ég ekki lokað augunum lengur.”

Í þættinum ræða Sölvi og Heiðar um 11. septem­ber, Jef­frey Ep­stein og margt fleira sem Guð­jón hefur sterkar skoðanir á. Hægt er að nálgast við­talið við Guð­jón Heiðar og öll við­töl og podcöst Sölva Tryggva­sonar inni á sol­vi­tryggva.is