Lífið

Á­kærður eftir kynni chi­huahua hunds og tígris­dýrs

„Þetta er ekki góð hugmynd en þetta er klárlega skemmtun,“ sagði Logan Paul í Youtube myndbandi þar sem hann lét hund sinn hitta tígrisdýraunga en eigandi dýrsins hefur nú verið ákærður.

Á myndbandinu sést að hvorugu dýrinu líður eitthvað afskaplega vel. Fréttablaðið/Skjáskot

Maður í Los Angeles hefur verið ákærður fyrir ólöglega eign og illa meðferð á tígrísdýraunga eftir að umræddur ungi birtist í Youtube myndbandi hins þekkta Logan Paul. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja-og hálfs ára fangelsisvist.

Í umræddu myndbandi, sem birt var í fyrra, lét Logan ungann hitta chihuahua hundinn sinn undir nafninu „Kong hittir barnatígur! **Uppgjör**“ (e. „Kong Meets A Baby Tiger! **Showdown.**“

„Þetta er ekki góð hugmynd en þetta er klárlega skemmtun,“ segir Paul í umræddu myndbandi á leið til húss mannsins sem átti tígrisdýrið. „Kong hefur aldrei hitt tígrisdýr. Við viljum að Kong hitti tígrann. Þetta er tígrisdýraungi, hversu stór getur hann verið?“

Sjá einnig: Ekki allt sem sýnist við „krúttlegt“ bangsamyndband

Þegar Logan mætti í húsið lét hann hundinn sinn svo niður í nálægð við tígrisdýrið og hló þegar hundurinn reyndi að fela sig frá unganum sem urraði og var töluvert stærri. Logan vakti athygli á síðasta ári þegar hann var staddur í Japan og birti myndband af sér að kanna lík heimamanns sem framdi sjálfsmorð. Þótti myndbandið gífurlega ósmekklegt og var hann harðlega gagnrýndur fyrir það en Logan baðst að lokum afsökunar.

Rúmlega átta milljónir manna horfðu á umrætt myndband af hundinum hitta tígrisdýraungann, sem sjá má hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Jóla­hryllings­fjöl­skyldan snýr aftur

Kynningar

Eins og fætur toga – líka fyrir golfara

Menning

Bóka­­dómur: Ómót­­stæði­­legur stíl­g­aldur

Auglýsing

Nýjast

Kalla inn jólin með ýmsum perlum tón­bók­menntanna

Á­fengi hjálpar manni að tala er­lend tungu­mál

Fegurðar­sam­keppni bóka er tíma­skekkja

Stekkjar­staur gladdi græn­lensk börn

Sjónarspil fær fólk til að hlæja

Katrín Lea keppir í Miss Universe í Bangkok í kvöld

Auglýsing