AirPods-heyrnartólin þráðlausu frá Apple eru ekki lengur töff og stórstjörnurnar velja snúrur. Þessu er slegið upp í nýrri umfjöllun The Wall Street Journal. Þar segir einfaldlega að snúrur séu inni þessa dagana.

Ástæðan er sú að of margir eiga AirPods-heyrnartól þessa dagana, að því er segir í umfjölluninni.

Bent er á að stórstjörnur eins og fyrirsætan Bella Hadid, leikkonan Lily-Rose Depp og söngkonan Zoe Kravitz hafi allar verið myndaðar á víðavangi með heyrnartól með snúru í eyrunum.

Þá ná vinsældirnar einnig til samfélagsmiðla þar sem Apple-heyrnartólin með snúru hafa verið vinsæl á miðlum eins og TikTok. Í umfjöllun The Wall Street Journal er svo bent á að það auki vinsældirnar hvað þau eru ódýr miðað við þráðlausa arftaka þeirra