Tanya Pardazy, 21 árs á­hrifa­valdur frá Kanada, lést af slys­förum á dögunum þegar hún fór í sitt fyrsta fall­hlífar­stökk. Tanya var vin­sæl á TikTok og Insta­gram þar sem fylgj­endur hennar á báðum miðlum voru yfir hundrað þúsund.

Slysið átti sér stað í bænum Innis­fil í Kanada í lok ágúst­mánaðar en Pardazy hafði ný­lega farið á nám­skeið hjá fyrir­tæki sem heitir Skydi­ve Tor­onto.

Þann 27. ágúst fór Pardazy í sitt fyrsta og síðasta stökk. Rann­sókn á til­drögum slyssins stendur yfir og beinist hún að því hvort bilun hafi verið í búnaði eða hvort Pardazy hafi opnað fall­hlífina of seint með fyrr­greindum af­leiðingum. Hún skall harka­lega til jarðar og var úr­skurðuð látin við komuna á sjúkra­hús.

Margir hafa minnst Pardazy á sam­fé­lags­miðlum en hún stundaði nám í heim­speki við há­skólann í Tor­onto og var auk þess klapp­stýra hjá í­þrótta­liðum skólans.