Helena Margrét Jóns­dóttir sýnir mál­verk í Ás­mundar­sal inn­blásin af köngu­lóar­fælni á sýningunni Þú getur ekki fest þig í þínum eigin vef.

„Ég er sjálf með mjög mikla köngu­lóa­fóbíu. Þetta er svona auð­veldur stað­gengill fyrir aðra og stærri ótta eða aðrar fóbíur. Eitt­hvað ó­trú­lega hvers­dags­legt og lítið, sem maður stækkar svo mikið í hausnum á sér og verður ein­hvern veginn það hrylli­legasta,“ segir hún.

Hjálpaði sýningin þér að takast á við köngu­lóar­fælni?

„Ég hefði haldið ég væri komin með á­gætis skammt af „exposure thera­py“ en svo kom í ljós að þetta hjálpar ekki við köngu­lóa­­fóbíu. Ég hef alveg heyrt af nokkrum ein­stak­lingum sem hafa bara þurft að fara út úr salnum.“

Helena málaði verkin síðasta sumar þegar ein­stak­lega mikið var af köngu­lóm út um allt.

„Það var svo skrýtið að ég gat verið allan daginn að mála þessar risa­stóru köngu­lær sem horfðu beint á mig og svo var kannski pínu­lítill dordingull úti í horni og þá þurfti ég að hlaupa út og láta ein­hvern annan taka hann. Þannig þetta hjálpar ekki, því miður. En það má reyna,“ segir hún og hlær.

Sýningin er opin í Ás­mundar­sal út helgina. Síðasti sýningar­dagur er sunnu­dagurinn 20. nóvember.