Lífið

„Á­höfn“ Titanic tók höfðing­­lega á móti Brynjari

Brynjar Karl Birgis­­son fékk höfðing­­legar mót­tökur þegar hann kom á Titanic-safnið í Tennes­­see í gær. Þar beið „á­höfn“ Titanic hans og „skip­­stjórinn“ hrósaði honum fyrir eftir­­líkinguna af ör­lagaf­­leyinu úr 56.000 Legó-kubbum.

Brynjar Karl mætti á Titanic-safnið í Tenneesse í gær þar sem risalíkan hans af skipinu verður til sýnis. Hann fékk vægast sagt hjartnæmar móttökur.

Legó-skipasmiðurinn ungi, Brynjar Karl Birgisson, mætti í Titanic-safnið í Tennessee  í Bandaríkjunum hvar risalíkanið sem hann gerði af Titanic úr 56.000 Legó-kubbum verður haft þar til sýnis næstu misserin.

Brynjar Karl fékk hlýjar móttökur eins og meðfylgjandi myndband sem safnið hefur birt á Facebook-síðu sinni sýnir.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fjallaði CNN vandlega um skipasmíði Brynjars sem hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli vestan hafs fyrir. Það tók hann á sínum tíma  ellefu mánuði og rúmar 700 klukkustundir að klára kubbafleyið.  

Sjá einnig: Lego-Titanic Brynjars komið til hafnar í Tennessee

Uppáklædd „áhöfn“ Titanic tók á móti honum í sal sem virðist nokkuð nákvæm eftirlíking af innviðum skipsins sögufræga. Þá ávarpaði „skipstjórinn“ Brynjar og hrósaði honum fyrir smíðaafrekið

Skipstjórinn spurði Brynjar meðal annars hvort hann áttaði sig á hversu gríðarlegur fjöldi ætti eftir að sjá skipið hans á safninu og benti honum á að sjálfsagt yrði afrek hans mörgum innblástur og hvatning til þess að láta drauma sína rætast.

En sjón er sögu ríkari og um að gera að horfa á myndbandið sem fer hægt af stað en hverrar mínútu virði.

Brynjar is arriving to see his LEGO Masterpiece for the FIRST time at our Pigeon Forge Museum and the US!!!!

Posted by Titanic Museum Attraction on Monday, April 16, 2018

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Lego-Titanic Brynjars komið til hafnar í Tennes­­­see

Matur

Partýbollur sem bregðast ekki

Auglýsing

Nýjast

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Auglýsing