Áhafnarmeðlimir flugfélagsins Philippine Airlines aðstoðuðu við fæðingu barns á flugi frá Doha í Katar til Manila á Filipseyjum.

Heilbrigð stúlka fæddist skýjum ofar þegar sex og hálf klukkustund var liðin af fluginu.

Læknir sem var um borð tók á móti barninu og voru áhafnarmeðlimir honum innan handar. Móðirin var himinlifandi með áhöfninna að hún ákvað að nefna nýfæddu dótturina eftir þeim, Scarlett Ann.

Áhafnarmeðlimir ásamt móðurinni.
Mynd/Skjáskot
Hin nýfædda Scarlett Ann.
Mynd/Skjáskot