Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir gengu í það heilaga um helgina. Frá því greindu þau bæði á samfélagsmiðlum í gær.

Parið hnaut um hvort annað fyrir um tveimur árum síðan, og virðist lífið leika við þau.

Jóhanna var kjör­in formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands í lok árs 2019, og var það sér­stak­lega tekið fram í frétt­um að hún væri yngsti formaður fé­lags­ins, þá aðeins 39 ára gömul.