Ágúst Borg­þór Sverris­son, rit­höfundur og frétta­stjóri DV, dvelur nú á sótt­varnar­hótelinu við Rauðar­ár­stíg eftir að hafa greinst með CO­VID-19 á laugar­dag.

Í sam­tali við frétta­vef Hring­brautar segir Ágúst að lík­lega hafi hann orðið fyrir snerti­smiti á Ís­lenska barnum föstu­daginn 9. apríl síðast­liðinn.

Ágúst Borg­þór, sem hefur verið í sumar­leyfi allan apríl­mánuð, fór með eigin­konu sinni í sumar­bú­stað á mánu­daginn fyrir viku. Fyrstu ein­kenni gerðu vart við sig á þriðju­dags­kvöldið en þá fékk hann mikla vöðva­verki í aftan­verð læri og átti erfitt með svefn.

„Þetta endur­tók sig á mið­viku­dags­kvöldið. Ég hélt að þetta væri tognun. Ég tók í­bú­fen og við það hurfu verkirnir og komu ekki aftur.“ Á fimmtu­dag var hann kominn með kvef og á föstu­dag var hann kominn með hita. Á laugar­dag á­kvað hann að drífa sig í skimun sem reyndist góð á­kvörðun enda fékk hann já­kvæða niður­stöðu á laugar­dags­kvöldið.

„Eftir að niður­staðan lá fyrir var ljóst að ég gat ekki verndað mína nánustu fyrir mér heima og lét því aka mér á sótt­varnar­hótelið við Rauðar­ár­stíg,“ segir hann og bætir við að eigin­kona hans sé með ein­kenni en hafi þó fengið nei­kvæða niður­stöðu úr sinni skimun. Hún fer aftur í skimun og gæti því vel farið svo að hún þurfi einnig að fara í ein­angrun.

Nánar er rætt við Ágúst á vef Hringbrautar.