Af­hending Eddunnar, ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varps­verð­launanna, fór fram í kvöld við heldur ó­venju­legar að­stæður í ljósi CO­VID-19-far­aldursins.

Kvik­myndirnar Agnes Joy í leik­stjórn Silju Hauks­dóttur og Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálma­son fengu sex verð­laun hvor á há­tíðinni.

Agnes Joy fékk verð­laun fyrir besta hand­rit. Katla Margrét Þor­geirs­dóttir fékk verð­laun sem leik­kona ársins í aðal­hlut­verki og Björn Hlynur Haralds­son verð­laun sem leikari ársins í auka­hlut­verki. Agnes Joy var auk þess valin mynd ársins.

Ingvar E. Sigurðs­son var valinn leikari ársins í aðal­hlut­verk fyrir myndina Hvítur, hvítur dagur og Hlynur Pálma­son var auk þess valinn besti leik­stjórinn. Þá var myndin verð­launuð fyrir tón­list og kvik­mynda­töku.

Kveikur var valinn frétta- og/eða við­tals­þáttur ársins HM-stofan, vegna heims­meistara­móts kvenna í knatt­spyrnu, fékk verð­laun fyrir í­þrótta­efni ársins. Þá var Helgi Seljan valinn sjón­varps­maður ársins.

Lista yfir alla sigur­vegarana má sjá á vef RÚV.