Oddur Ævar Gunnarsson
odduraevar@frettabladid.is
Laugardagur 26. desember 2020
20.31 GMT

„Þú getur alltaf beðist af­sökunar. En al­vöru af­sökunin er þegar þú heyrir sorgina í röddum þeirra og sérð hvernig augun þeirra eru. Og þú áttar þig á því að þau hafa valdið sjálfum sér alveg jafn miklum sárs­auka.“

Ef marka má vefsíðuna KeepIns­piring.Me að þá lét bandaríski rapparinn Kid Cudi þessi fleygu orð falla um afsökunarbeiðnir.

Eftirsjá og fyrirgefning eru eðlilegur hluti sam­skipta í mann­legu sam­fé­lagi. Einlæg afsökunarbeiðni kallar á breytingar í fari þeirra sem um hana biður. Efndirnar eru þó misgóðar eins og gengur en af þeim einum má þó draga ályktanir um alvöruna að baki afsökunarbeiðni.

Óhætt er að segja að mörgum hafi orðið fótaskortur á tungunni í ár og margir þurftu einnig að biðjast afsökunar á skeytingarleysi gagnvart heimsfaraldrinum sem krafist hefur mikils samtakamáttar meðal þjóðarinnar. Afsökunarbeiðnir hafa því verið fyrir­ferðar­miklar í ís­lenskri þjóð­mála­um­ræðu árið 2020.

Frétta­blaðið hefur tekið saman stærstu samviskubit ársins og þær afsökunarbeiðnir sem flugu hæst; allt frá frá skemmtikröftum og íþróttamönnum til þingmanna og ráðherra.

Báðust af­sökunar á ó­látunum við búnings­klefann

Stuðningsmenn ÍBV ruddust að klefa FH.
Fréttablaðið/Andri

Stuðnings­manna­sveit ÍBV í hand­bolta, Hvítu riddararnir, báðust í febrúar af­sökunar á hegðun sinni á leik liðsins gegn FH. Frétta­blaðið greindi fyrst frá málinu en leik­menn FH fengu heldur ó­blíðar mót­tökur í bikar­keppninni í hand­bolta.

Stuðnings­menn ÍBV létu öllum illum látum eftir viður­eign ÍBV gegn FH í átta liða úr­slitum bikarsins í hand­bolta á fimmtu­dag. Eftir leik ruddist hópur stuðnings­manna að klefa gestanna, með myndir af mæðrum liek­manna og öskruðu þeir og börðu á klefa­hurðina hjá leik­mönnum FH og sungu niðrandi söngva auk þess að kalla leik­menn öllum illum nöfnum.


„Varðandi myndirnar af mæðrum leik­manna þá var það í góðu gríni gert og engin mein­yrði skrifuð á þær“


„Þeir voru með myndir af mæðrum okkar í stúkunni og voru búnir að skrifa alls konar skilaboð á þær myndir. Það angraði mann lítið í leiknum. Eftir leik fórum við inn í klefa og þá voru læti í þeim, einhverjir 15-20 að berja á hurðina, segja að við værum aumingjar og fleira,“ sagði einn leikmanna FH.

„Við stuðnings­menn ÍBV biðjumst vel­virðingar á hegðun okkar eftir síðasta heima­leik (Sumir okkar misstu sig í gleðinni). Varðandi myndirnar af mæðrum leik­manna þá var það í góðu gríni gert og engin mein­yrði skrifuð á þær. Á­fram gakk,“ til­kynntu stuðnings­mennirnir á Twitter í kjöl­farið.

Fékk afsökunarbeiðni en ekki annað tækifæri

Iva þótti sigurstrangleg í Söngvakeppninni en Daði tók sigurinn.
Baldur Kristjánsson

Áður en kófið læsti hrömmum sínum utan um íslenskt samfélag tókst RÚV að klúðra hljóðinu í enn einni beinni út­sendingunni af Söngva­keppninni. Því fékk Iva Marín Adrichem að kynnast á eigin skinni þegar hún óskaði eftir því að fá að flytja lag sitt, Oculus Videre, aftur eftir að flutningi hennar var lokið á úr­slita­kvöldinu.

Þegar laginu var lokið óskaði Iva eftir að fá að flytja lagið aftur, þar sem 20 prósent af söngnum hafði ekki heyrst. Hún fékk ósk sína ekki uppfyllta. Á­­greiningur varð síðan milli Ivu og fram­­kvæmdar­­stjórnar Söngva­­keppninnar þar sem einn með­limur hennar, Rúnar Freyr Gísla­­son, greindi frá því að Iva hafi ekki beðið um að endur­­flutning á laginu. Iva gagnrýndivinnubrögðin í kjölfarið.

„Fram­­kvæmda­­stjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar sam­­starfs­­fólk inni­­lega af­­sökunar. Íva og flytj­endur lagsins sýndu al­­gjöra fag­­mennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið ó­­að­finna­­lega miðað við að­­stæður,“ segir í til­­­kynningu frá stjórn Söngva­keppninnar.

Sagði jafn­framt að beiðnin frá Ivu hefði ekki borist með nægi­lega skýrum hætti en tók stjórnin þó fram að það væri ekki við Ivu að sakast. „Hvorki fram­­kvæmda­­stjórn né stjórnandi út­­sendingarinnar höfðu vit­neskju um að eitt­hvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess,“ sagði í til­kynningunni og því lofað að tækni-og sam­skipta­mál yrðu tekin til gagn­gerrar endur­skoðunar.

Víðir gerði af­sökunar­beiðnir að sínum

Víðir sýndi stjórnmálamönnum hvernig hægt er að gangast við ábyrgð á eigin mistök.
Fréttablaðið/Ernir

Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn, kom sá og sigraði hjörtu þjóðarinnar með því að lýsa því strax yfir í upp­hafi far­aldursins að hann myndi gera mis­tök. Það kom sér vel fyrir kappann í mars þegar hann hélt því fram að fjögur í­þrótta­fé­lög hefðu gerst brot­leg við sótt­varnar­lög.

„Ég hélt því fram að 4 í­­þrótta­­fé­lög hefðu verið með æfingar. Það var rangt og ég biðst af­­sökunar á því. Fullt af góðu fólki sem fékk að heyra það í dag að ó­­þörfu #sorry #á­­fram­þið,“ skrifaði Víðir okkar allra um málið.

Víðir hélt á­fram að vera undir smá­sjá þjóðarinnar í fram­varðar­sveit gegn heims­far­aldrinum og aldrei var auðmýktin langt undan hjá okkar manni.

Í októ­ber tók Víðir stjórnmálamenn landsins í kennslustund í almannatengslum þegar hann viðurkenndi auðmjúkur að hafa farið út fyrir vald­svið sitt með því að veita lands­liðs­þjálfurunum Erik Hamrén og Frey Alexanders­syni heimild til að vera í gler­búri á þaki Laugar­dals­vallar í leik Íslands gegn Belgíu.


„Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni“


„Þetta eru undan­þágur sem eru unnar í sam­vinnu við okkur og sótt­varna­lækni. Það er sótt­varna­læknir sem gefur þær form­lega út. Þannig að ég fór al­gjör­lega út fyrir mitt vald­svið að gefa þessar undan­þágur í gær," sagði yfirlöggan, bætti um betur og setti sjálfan sig í straff:

„Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“

Pétur Jóhann ætlaði ekki að særa neinn

Ekki fylgir sögunni hvort Pétri hafi borist morðhótanir vegna málsins.
Fréttablaðið/Samsett

„Svona grín er á­­stæða þess að karl­­menn hafa oft kallað mig asíska mellu og spurt hvað ég kosta,“ sagði Kristín Ósk Wium Hjartar­dóttir í sam­tali við Frétta­blaðið í júní, um mynd­band skemmti­­kraftsins Péturs Jóhanns Sig­fús­­sonar sem fór í mikla dreifingu.

Í myndbandinu mátti sjá Pétur Jóhann líkja eftir totti á meðan hann talaði skærri röddu með asískum hreim. Mynd­bandið birtist á Insta­gram og sáust þeir Björn Bragi og Egill Einars­son hlæja dátt að Pétri í fram­haldinu.

Málið vakti mikla reiði og gagnrýndu fjöl­margir þre­­menningana fyrir upp­­á­­tækið. Þó voru ekki allir sem beindu sinni reiði að Pétri og fé­lögum heldur fékk Sema Erla Serdar, for­maður hjálpar­sam­takanna Solaris, sem vakti at­hygli á mynd­bandinu og gagn­rýndi grín­istann, morð­hótanir gegn sér og fjöl­­skyldu sinni í kjölfarið.


„Elsku þið öll. Mynd­band sem tekið var af mér í einka­sam­kvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á sam­fé­lags­miðlum“Í færslunni sem Pétur birti á Face­­book sagðist hann sjá eftir uppátækinu. „Elsku þið öll. Mynd­band sem tekið var af mér í einka­sam­kvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á sam­fé­lags­miðlum,“ sagði Pétur.

„Ég biðst ein­lægrar af­­sökunar á fram­­göngu minni í þessu mynd­bandi og þykir leitt að hafa sært. Það var ekki ætlun mín að særa. Það er alveg ljóst að ég hef lært af þessu máli og þeirri um­­ræðu sem af því hlaust.“

Elsku þið öll. Myndband sem tekið var af mér í einkasamkvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á...

Posted by Pétur Jóhann Sigfússon on Saturday, 13 June 2020

Það borgar sig ekki að hæðast að Raufarhöfn

Þórdís og Dr. Gunni báðust bæði afsökunar á ummælum um meint krummaskuð úti á landi.
Fréttablaðið/Samsett

Það var ekki auðvelt að vera leik­konan Þór­dís Björk Þor­finns­dóttir í júlí. Eftir góðlátlegt grín að veðurfari og fásinni í tveimur litlum þorpum á Norðurlandi fékk hún yfir sig holskeflu hótana um líflát, nauðganir og limlestingar.

Leikhópurinn Lotta, sem hún hafði ferðast með til umræddra þorpa, afneitaði leikkonunni umsvifalaust og baðst afsökunar á hegðun hennar, rétt eins og hún væri barn að aldri en ekki einstæð móðir um þrítugt.

„Sá leiði atburður átti sér stað að svartur og illskiljanlegur „húmor“ hjá litlu Lottunni okkar henni Dísu, sem hún birti á sínum persónulega reikningi, fór í dreifingu,“ segir meðal annars í færslu leikhópsins um málið á Facebook.

FYRIRGEFIÐ ELSKU VINIR OKKAR Á RAUFARHÖFN, KÓPASKERI OG ALLIR HINIR. Leikhópurinn Lotta vill taka sérstaklega fram að...

Posted by Leikhópurinn Lotta on Sunday, 19 July 2020

Þórdís hafði sjálf beðist afsökunar á ummælum sínum, en tók þó fram að þau hafi verið tekin úr samhengi í umræðunni á samfélagsmiðlum, þar sem allt lék á reiðiskjálfi eins og gjarnan gerist þegar borgarbúar missa út úr sér athugasemdir um landsbyggðina á samfélagsmiðlum.

„Þessi tvö skjá­skot í engu sam­hengi litu mjög illa út. Að ein­hverju leyti er það ó­sann­gjarnt, þetta er eins og að taka langa máls­grein úr bók, en svo áttaði ég mig á því að þetta virtist raun­veru­lega særa fólk og það þótti mér afar leitt,“ sagði Þór­dís í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þrátt fyrir að bæði Þórdís og leikhópurinn hafi beðist afsökunar, fór Þórdísi að berast fjöldi ó­hugnan­legra hótana í einka­skila­boðum. Meðal annars um að til stæði að ráða henni bana, henni nauðgað, hún skorin á háls og lamin svo illa að hún yrði ó­þekkjan­leg.

Þegar fréttir bárust af því að hún hyggðist kæra hótanirnar til lögreglu snérist dæmið algerlega við. Nú þurftu íbúar Raufarhafnar að ráða ráðum sínum.

Líflegar umræður sköpuðust um málið og æskileg viðbrögð í íbúagrúbbu Raufarhafnar á Facebook. Þar lagði einn íbúanna til að samfélagið allt bæði Þórdísi opinberlega afsökunar.


„Er ekki ein­hver góður penni sem kann með orð að fara og skrifað af­sökunar­beiðni til frétta­miðla fyrir hönd okkar sem viljum ekki taka þátt í þessu rugli“


Fárið í kringum illa heppnaða brandara Þór­dísar urðu til þess að fleiri urðu að biðjast af­sökunar á um­mælum um meint krumma­skuð úti á landi. Jón Kal­dal, fyrr­verandi rit­stjóri Frétta­blaðsins, rifjaði upp á Twitter að var­huga­vert getur reynst að strjúka lands­byggðar­fólki öfugt enVísir gerði færslu Jóns skil á árinu.

„Í nóvember 2006 fékk Dr. Gunni hóp á­lits­gjafa til að velja „Mestu krumma­skuð Ís­lands“ fyrir grein í Frétta­blaðinu,“ skrifaði Jón á Twittersíðu sinni og birtir skjá­skot af grein Dr. Gunna sem svaraði um hæl: „Mjög brútal grein, sorry!“

Foden lét fótinn ekki vefjast fyrir af­sökunar­beiðni

Fót­bolta­maðurinn sem ber nafn með rentu, hinn tuttugu ára gamli Phil Foden setti ekki fótinn fyrir sig þegar hann baðst af­sökunar á því að hafa brotið gegn CO­VID-19 sótt­varnar­lögum á Ís­landi í septem­ber síðast­liðnum. Það gerði kollegi hans, Mason Greenwood einnig.

Al­þjóð man lík­legast eftir því þegar Foden tók sig til á­samt kollega sínum Mason Greenwood og bauð þeim Láru Clausen og Nadíu Sif Lín­dal upp á hótel­her­bergi til sín. Fyrir það fengu þeir sekt um 250 þúsund krónur á meðan móðir Nadíu lýsti því í sam­tali við Frétta­blaðið að vin­konurnar hefðu fengið að upp­lifa ó­mælda druslu­skömmun í kjöl­far málsins.

Phil Foden bað reyndar Íslendinga ekki afsökunar. Bara alla hina.
Fréttablaðið/AFP

Foden og Greenwood fengu í kjöl­farið ekki að fara með enska lands­liðinu til Dan­merkur í lands­leikinn þar. Henti Foden í til­kynningu á Twitter í kjöl­farið. „Ég bið Gareth Sout­hgate af­sökunar, liðs­fé­laga mína, starfs­fólk, stuðnings­menn og klúbbinn minn auk fjöl­skyldunnar minnar,“ sagði fót­bolta­maðurinn ungi í langri færslu.


„Ég bið Gareth Sout­hgate af­sökunar, liðs­fé­laga mína, starfs­fólk, stuðnings­menn og klúbbinn minn auk fjöl­skyldunnar minnar.“


Greenwood henti í svipaða tilkynningu á Twitter. Þá gekk málið svo langt að enska knattspyrnusambandið varð að biðja KSÍ afsökunar vegna þess.

Baðst af­sökunar á golfi utan Reykja­víkur

Þorgerður benti á hve stutt væri á milli heimilis hennar og Hveragerðis.
Fréttablaðið/Anton

Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, skellti sér í golf í Hvera­gerði á fá­látu föstu­dags­kvöldi í byrjun októ­ber­mánaðar. Í miðju golf­kófinu gleymdi Þor­gerður þó sótt­varnar­til­mælum yfir­valda til höfuð­borgar­búa um að ferðast ekki út fyrir höfuð­borgar­svæðið að ó­þörfu.

Þá fór Þor­gerður einnig gegn til­mælum Golf­sam­bands Ís­lands til kylfinga, þar sem hún sjálf situr ein­mitt í stjórn, um að golfa ekki á golf­völlum utan golf­valla Reykja­víkur.

Í sam­tali við Frétta­blaðið sagði Þor­gerður að húsið sem fjöl­skylda hennar á í Ölfusi sé hennar annað heimili. Þar hafi hún dvalist mikið, bæði fyrir og eftir CO­VID-19.


„Ég vil undir­­­strika það að það breytir því ekki að yfir­­bragðið á þessu er ekki gott. Þetta er ó­­af­sakan­­legt“


Benti hún á að húsið væri ekki í nema um 35 mínútna fjar­lægð frá heimili hennar í Hafnar­firði. Á sama tíma flutti Frétta­blaðið fréttir af fjölda af­bókana á sumar­bú­staða­ferðum fólks sem mundi eftir sótt­varnar­til­mælum yfir­valda, annað en þing­maðurinn.

„Ég hefði náttúru­­lega átt að átta mig á þessu. Við erum búin að vera hérna síðan í gær og ætlum að vera eitt­hvað inn í vikuna. Þá drifum við okkur í golf eins og við gerum alltaf. Þetta er bara hluti af rútínu,“ sagði Þor­­gerður og kvaðst þannig ekki hafa áttað sig á því að hún væri að fara gegn til­­­mælum.

Opnaði Sport­húsið í smá og baðst af­sökunar

Þröstur baðst afsökunar en það gerði Bjössi í World Class ekki.
Fréttablaðið/Samsett

Þröstur Jón Sigurðs­son, eig­andi Sport­hússins, baðst af­sökunar á því í októ­ber síðast­liðnum að hafa opnað dyr Sport­hússins um stund fyrir skipu­lagða hópa­tíma líkt og opnað var á í reglu­gerð heil­brigðis­ráðu­neytisins.


„Vegna skila­boða sótt­varna­læknis gegnum fjöl­miðla og þeirrar miklu sundrungar sem virðist vera í sam­fé­laginu vegna opnunar líkams­ræktar­stöðva hef ég á­kveðið að axla á­byrgð og loka starf­semi okkar aftur.“


„Vegna skila­boða sótt­varna­læknis gegnum fjöl­miðla og þeirrar miklu sundrungar sem virðist vera í sam­fé­laginu vegna opnunar líkams­ræktar­stöðva hef ég á­kveðið að axla á­byrgð og loka starf­semi okkar aftur, í von um að það sé rétt á­kvörðun fyrir al­manna­hag,“ skrifaði Þröstur á Face­book síðu Sport­hússins fimmtu­daginn 22. októ­ber. Sport­húsið hafði opnað tveimur dögum fyrr.

Sagðist Þröstur hafa fundið fyrir mikilli og al­mennri ó­á­nægju með á­kvörðunina um að nýta sér heimildina. „Ég biðst inni­lega af­sökunar á þeim ó­þægindum sem þetta hringl hefur valdið og vona að við komumst í sam­einingu gegnum þessa bylgju Co­vid-19 veirunnar sem allra fyrst.“

Kollegi Þrastar í World Class, Björn Leifs­son, var ekki á sömu buxunum. Hann sagði Frétta­blaðinu að hann ætlaði sér ekki að loka sínum stöðvum heldur fara eftir lands­lögum. Þá lét hann það fylgja með í ó­spurðum að hann hefði heyrt að lítið hafi verið að gera í Sport­húsinu.

Sá eftir ummælum um ríkis­stjórn Bjarna Ben

Ágúst sagði ríkisstjórnina ekki ríkisstjórn forsætisráðherra heldur fjármálaráðherra.

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, var í októ­ber síðast­liðnum sakaður um kven­fyrir­litningu vegna um­mæla sem hann lét falla í út­varps­þættinum Sprengi­sandi á Bylgjunni.

Þar nefndi þing­maðurinn, ríkis­stjórn Katrínar Jakobs­dóttur, sem er for­sætis­ráð­herra og leiðir stjórnina, „ríkis­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar.“ Sagði hann þá orð­rétt: „Við Willum [Þór Þórs­­son, þing­­maður Fram­­sókn­ar­­flokks­ins, sem einnig var gestur þáttarins] þekkjum alveg hver stjórn­ar. Og það er ekki Katrín.“


„Við Willum þekkjum alveg hver stjórn­ar. Og það er ekki Katrín“


Í kjöl­farið sökuðu meðal annars Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, sem og Líf Magneu­dóttir, borgar­full­trúi VG þing­mann Sam­fylkingarinnar um „botn­lausa kven­fyrir­litningu, og ekki í fyrsta sinn.“„Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur.“


„Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur,“ skrifaði Ágúst í Facebook færslu daginn eftir vegna málsins.

Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að...

Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, 5 October 2020

Sjálfstæðismenn biðjast afsökunar daginn eftir partýin

Á meðan ráðherrar VG stóðu COVID-vaktina og ráðherrar Framsóknar dunduðu í sínum ráðuneytum, létu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sig ekki vanta í þau partý sem góðborgarar landsins stálust til að halda. Óhætt er að fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn eigi afsökunarbeiðnametið í ár. Þær hafa dugað hingað til og stjórnin lifir enn.

Þór­dís Kol­brún baðst af­sökunar á langþráðu vin­konu­djammi

Það var sól og gott veður í Reykjavík í ágúst.
Instagram/Skjáskot

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra Ís­lands, varð í ágúst að biðjast af­sökunar eins og söngkonan eftir að hafa skellt sér út á lífið með vin­konum sínum stuttu eftir að sam­komu­tak­markanir höfðu verið hertar í byrjun mánaðarins.

Vin­konurnar deildu myndunum á Insta­gram og fór lítið fyrir tveggja metra reglunni svo­kallaðri. Fyrstu við­brögð ráð­herrans við fréttum Frétta­blaðsins.is af málinu var að segja að vin­konu­djammið hefði ekki verið vin­konu­djamm heldur lang­þráð frí.

„Ég átti lang­þráðan frí­dag með æsku­vin­konum sem mér þykir of­boðs­lega vænt um og dagurinn var nærandi,“ sagði ráð­herrann í svari við fyrir­spurn Frétta­blaðsins vegna málsins. Í beinni út­sendingu á RÚV síðar í vikunni sagði hún að vin­konurnar hefðu ekki átt að taka um­ræddar myndir.

Tveimur dögum eftir að málið kom upp í fjöl­miðlum baðst Þór­dís hins­vegar af­sökunar í Face­book færslu. Þar tók hún fram að ráð­herrar ættu að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. Það hafi hún ekki gert um­rædda helgi.

Tók hún fram að hún hefði ekki notið per­sónu­legra fríðinda í krafti em­bættis síns um­rætt kvöld en hún vildi ekki birta reikninga frá kvöldinu. Miðað við niður­stöðu skrif­stofu lög­gjafar­mála í for­sætis­ráðu­neytinu hefði hún ekki gerst brot­leg við siða­reglur ráð­herra.


„Þrátt fyrir þessa niður­stöðu vil ég á­rétta að ráð­herrar eiga að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa."„Þrátt fyrir þessa niður­stöðu vil ég á­rétta að ráð­herrar eiga að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. Ég gerði það ekki, biðst af­sökunar á því og mun læra af því,“ skrifaði ráðherrann. Áður höfðu þó nokkuð margir lesendur Fréttablaðsins lýst því yfir að þeir væru gáttaðir á því að fréttir væru fluttar af málinu.

Ætlar ekki að fá skutl hjá gæslunni aftur

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra og æðsti yfir­maður Land­helgis­gæslunnar, baðst af­sökunar í sama mánuði og kollegi hennar Þór­dís fyrir þyrlu­skutl í boði Land­helgis­gæslunnar.

Ás­laug fékk sitt fólk í gæslunni til að skutla sér fram og til baka frá Suður­landi til Reykja­víkur þann 20. ágúst. Fékk hún far með þyrlu gæslunnar, sem mögu­lega hefði nýst betur í önnur verk­efni, frá Gest­húsinu Reyni við Reynis­fjöru þar sem hún var í hesta­ferð og til Reykja­víkur.

Áslaug ætlar ekki að þiggja frekari ferðir með Landhelgisgæslu Íslands.
Fréttablaðið/Anton Brink

Þar mætti ráð­herrann á sam­ráðs­fund um CO­VID-19 áður en hún nýtti krafta Land­helgis­gæslu Ís­lands til þess að fá skutl að Há­felli austan við Vík í Mýr­dal. Til­kynnti gæslan að enginn auka­kostnaður hefði fylgt ferða­lögum ráð­herra, for­stjóri Gæslunnar hefði ein­fald­lega boðið henni far.

„Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ sagði Ás­laug við frétta­menn fyrir utan ráð­herra­bú­staðinn. Hún hafi einungis þegið boðið því hún væri þess full­viss um að skut­lið hefði ekki haft á­hrif á flug­á­ætlun, kostnað eða verk­efni gæslunnar.

Je suis Þóra

Bjarni átti ótrúlegan lokasprett á árinu í afsökunarbeiðnisdeildinni og tryggði Sjálfstæðisflokknum gullið.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Annála­skrifum var ekki fyrr lokið en Sjálf­stæðis­flokkurinn geir­negldi af­sökunar­met stjórn­mála­flokkanna á ótrúlegum loka­spretti. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, lét eigin­konu sína Þóru, leiða sig út í gönur á sjálfri Þorláksmessu og fann sig í þeim ó­heppi­legu að­stæðum að vera staddur í teiti með tugi manna á CO­VID tímum.

Að­stoðar­maður Bjarna lét svo ekki ná í sig fyrr en allir aðrir að­stoðar­menn annarra ráð­herra í ríkis­stjórn Ís­lands höfðu svarað sím­hringingum blaða­manna, dauðs­lifandi fegnir því að þeirra ráð­herrar eru færir í að telja upp í tíu.

Þóra lék ekki aðeins aðalhlutverk í glæpnum sjálfum heldur einnig í afsökunarbeiðni fjármálaráðherra. Í kvöldfréttum RÚV, nefndi hann nafn konu sinnar fjórum sinnum og vefst nú enginn um að sökin er í rauninni Þóru.


„Ég hafði verið í húsinu í um fimm­tán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt við­­brögð hefðu verið að yfir­­­gefa lista­­safnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan tak­­markana. Það gerði ég ekki og ég biðst inni­­lega af­­sökunar á þeim mis­tökum.“


Enginn hefði lík­legast vitað neitt ef ekki væri fyrir hug­rekki varð­stjóra lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu og dag­bókar­færslu hans, sem alla­jafna eru nýttar til að halda aftur upp­lýsingum frá blaða­mönnum en ekki öfugt.

Lögreglan fékk mikið hrós frá fjölmiðlum og almenningi fyrir langþráð gegnsæi í dagbókarskrifum. Ekki líkar lögreglunni þó hrósið enda gefur það ekki eins vel af sér og hlýðni við flokkinn. Hefur hann nú verið beðinn velvirðingar á framhleypni vakthafandi lögreglumanns.

Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í...

Posted by Bjarni Benediktsson on Thursday, 24 December 2020

Skaupið tilbúið 22. desember

Guðni Halldórsson klippari áramótaskaupsins bað landsmenn alla að vera nú stillta og þæga daginn fyrir Þorláksmessu. Skaupið væri tilbúið og hann nennti ekki að fara að hrófla við því aftur.

Hann baðst afsökunar á því tísti að morgni aðfangadags enda ljóst að hans mati að beiðni hans hafi sett einhverja dularfulla keðjuverkun af stað.

Tæmdu lónið og báðust svo af­sökunar

Árbæjarlónið í sinni gömlu mynd í maí 2017.
Fréttablaðið/GVA

For­stjóri Orku­veitu Reykja­víkur, Bjarni Bjarna­son, bað íbúa í Ár­bæjar­hverfi Reykja­víkur af­sökunar í lok nóvember þar sem ekki hafði tekist nægi­lega vel til við kynningu á tæmingu Ár­bæjar­lónsins svo­kallaða.

Orku­veitan tæmdi lónið í októ­ber síðast­liðnum. Í­búar kvörtuðu í kjöl­farið sáran undan verknaðinum og lýstu yfir mikilli sorg vegna á­hrifa á fugla­líf á svæðinu. Bjarni fundaði með hverfis­ráði Ár­bæinga í lok mánaðarins.

„Þetta þykir okkur mjög miður og ég biðst bara af­sökunar á því að þetta skyldi ekki fara út,“ sagði Bjarni á fundinum með hverfis­ráðinu: „Þetta var alls ekki ætlunin.“

Hann sagði á fundinum að það hafi verið mis­tök að kynna þetta ekki nánar fyrir í­búum og að honum þætti það miður.

„Þetta þykir okkur mjög miður og ég biðst bara af­sökunar á því að þetta skyldi ekki fara út,“ sagði Bjarni á fundinum með hverfis­ráðinu: „Þetta var alls ekki ætlunin.“

Báðust afsökunar vegna hæðnisbikars sem fór til veiks starfsmanns

Ingibjörg sagðist hafa grátið þegar hún frétti af uppákomunni sem faðir hennar lenti í í vinnunni.
Fréttablaðið/Samsett

Arn­grímur Jóns­son, starfs­maður Eim­skips, fékk af­sökunar­beiðni frá fé­laginu í byrjun desember fyrir niður­lægjandi fram­komu sam­starfs­fé­laga í hans garð vegna al­var­legra veikinda.

„Ég grét held ég í 40 mínútur þegar ég frétti af þessu,“ sagði Ingi­björg Arn­gríms­dóttir sem sagði frá málinu á Face­book síðu sinni. „Eins og margir vita lenti pabbi í hræði­­legu slysi 2018 þar sem hann lá á gjör­­gæslu í u.þ.b viku og við tók langt og strangt bata­­ferli.

Hann mátti ekki vinna í rúm­­lega eitt ár og það tekur mikið á menn sem hafa unnið alla sína tíð. En pabbi glímir enn við eftir­­­köst af slysinu í dag,“ út­skýrði Ingi­björg.

Arn­grímur fékk bikar í hæðnis­tón frá sam­starfs­fé­lögum þar sem á stóð: „Til hamingju þú mættir í 4 daga til vinnu í síðustu viku.“ Ingi­björg segir sam­starfs-„fé­lagana“ síðan hafa hlegið að föður hennar.

Í skrif­legum svörum við fyrir­spurn Frétta­blaðsins vegna málsins sagði Edda Rut Björns­dóttir, markaðs-og sam­skipta­stjóri Eim­skips, að svona hegðun væri ekki í boði.
„Brugðist verður við því at­viki sem upp hefur komið núna af festu og á­byrgð. Okkur þykir málið mjög leitt og hefur við­komandi aðili verið beðinn af­­sökunar fyrir hönd fé­lagsins,“ sagði í svari Eddu.

Fengu nokkrar kjöt­bollur, kar­töflur og af­sökunar­beiðni

Börnin fengu nokkrar kartöflur, kjötbollur, ekkert meðlæti en afsökunarbeiðni.

For­eldrum barna sem kaupa mat af Skóla­mat urðu gríðar­lega ó­sáttir í nóvember vegna mál­tíðar sem börnunum þeirra var boðið upp á í há­deginu.

Birtu ýmsir for­eldrar myndir af mál­tíðum barna, þar sem mátti sjá nokkuð fá­tæk­lega diska og baðst Skóla­matur af­sökunar hið snar­hasta.


„Þetta er ekki boð­­legt. Það verður enginn saddur af þessu“


„Þetta er ekki boð­­legt. Það verður enginn saddur af þessu,“ sagði í einni færslu en á myndinni mátti sjá fjórar kjöt­­bollur og ekkert með­læti. Á annarri mynd sem var dreift mátti sjá mál­­tíð með þremur kjöt­­bollum og þremur kar­töflum, engri sósu eða öðru með­læti. Fleiri sam­bæri­­legar myndir fóru í dreifingu.

Í til­kynningu sinni baðst fyrir­­­tækið af­­sökunar og var málið út­­skýrt þannig að tak­­mörkun sam­komu­banns hafi gríðar­­leg á­hrif á starf­­semi Skóla­matar sem gerir það að verkum að breyta þarf öllu verk­lagi til að upp­­­fylla kröfur.

„Í stuttu máli var þessi mál­­tíð engan vegin í sam­ræmi við þær kröfur sem þið gerið til Skóla­matar og okkur þykir það miður. Við skiljum vel ó­­á­­nægju ykkar og þökkum að sama skapi fyrir þann skilning sem okkur hefur verið sýndur,“ sagði í yfir­lýsingunni.

Lands­liðs­þjálfari hætti og Skaga­maður baðst af­sökunar

Jón Þór datt í það með landsliðinu og baðst afsökunar.

Jón Þór Hauks­son var látinn taka pokann sinn sem þjálfari kvenna­lands­liðsins í knatt­spyrnu í desember eftir að hann datt í það með liðinu í Ung­verja­landi og fór yfir strikið í sam­skiptum við leik­menn liðsins.

Jón Þór gaf út yfir­lýsingu í kjöl­farið. „Ég hef alltaf lagt á­herslu á að koma hreint og beint fram við þá leik­menn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagn­rýna með það að mark­miði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík sam­töl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir á­hrifum á­fengis.

Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammi­stöðu og þjálfun ein­stakra leik­manna undir þessum kring­um­stæðum. Það voru mis­tök sem ég tek fulla á­byrgð á og hef beðið liðið og ein­staka leik­menn af­sökunar.“

Skaga­maðurinn Andri Júlíus­son var hreint ekki sáttur vegna brott­rekstursins. „Til hamingju .net og KSÍ að hrekja árangurs­­ríkasta þjálfara Ís­lands frá störfum útaf því að ein­hverjar litlar mýs þoldu ekki að láta tala við sig eins og karlana, en berjast samt fyrir sömu launum og bónusum innan KSÍ. Glóru­­laust!“ skrifaði Andri Júlíus­­son á Twitter og fór færslan öfugt ofan í flest­alla líkt og Frétta­blaðið greindi frá.

Andri steig sjálfur fram skömmu síðar og baðst af­sökunar á orð­færi sínu. „Eftir að hafa hugsað minn gang síðustu daga, vil ég biðjast af­sökunar á skrifum mínum og að hafa kallað lands­liðs­konur Ís­lands litlar mýs í til­teknum at­burðum í bræði minni," skrifaði Andri. Hann sagðist elska konur.

„Allir sem þekkja mig vita að kven­fyrir­litning er ekki til í mínu hugar­fari og sárnar mig að hafa verið kallaður það. Ég elska konur og ber mikla virðingu fyrir þeim. Ég er mikill stuðnings­maður ís­lenskrar knatt­spyrnu og „stelpurnar okkar" eru miklar fyrir­myndir og vona ég að þeim gangi sem allra best."

Athugasemdir