Lífið

Afrek íslensks læknis er heimsfrétt

„Það að við gátum bjargað henni á þessu örlagaríka kvöldi er ekki síst að þakka þeirri frábæru slysaþjónustu sem við unnum fyrir á þessum tíma“ . Yfirlýsing Viðars læknis vegna atviks sem hann kom að í London.

Íslendingar eiga allt það besta skilið og það ætti að vera skylda að læra af forgönguþjóðum og mönnum á ýmsum vettvangi, segir verðlaunahafinn Viðar Magnússon. Fréttablaðið/Aðsend

Íslenski læknirinn,Viðar Magnússon, sem nýlega var heiðraður af ensku heilbrigðisþjónustunni vegna afreka hans og samstarfsfélaga á vegum bráðaþjónustunnar í London árið 2011 sendi frá sér yfirlýsingu um málið til Fréttablaðsins í kvöld.

Fréttir um aðstæður og atburði sem áttu sér stað og urðu tilefni til umfjöllunar fréttamiðla víða um heim og kveikjan að yfirlýsingunni.

Fréttablaðið greindi frá atvikum máls; Viðar skar fimm ára stúlku upp úti á götu

Íslenski læknirinn, Viðar Magnússon hlaut nýverið heiðursverðlaun ensku heilbrigðisþjónustunnar fyrir einstakt björgunarafrek þar í landi. En hann starfaði lengi sem þyrlulæknir í höfuðborginni London. Fréttablaðið/Viðar Magg

Yfirlýsing Viðars

„Það að við gátum bjargað henni á þessu örlagaríka kvöldi er ekki síst að þakka þeirri frábæru slysaþjónustu sem við unnum fyrir á þessum tíma. Sérhæft teymi læknis og bráðatæknis er gert út frá Royal London sjúkrahúsinu á vegum London’s Air Ambulance (sjúkraþyrlunnar) ýmist á þyrlu (að degi) eða bíl (að nóttu).

Þannig er hægt að veita sérhæfða lífsbjargandi meðferð úti á götu sem oftast þyrfti að bíða þar til komið er á sjúkrahús. Sú bið getur reynst of löng og Thusha hefði ekki lifað það af þó tiltölulega stutt hafi verið á sjúkrahús.

Þau inngrip sem við framkvæmdum þetta kvöld eru hluti af staðlaðri og vel þjálfaðri meðferð sem þetta teymi veitir og eiga þeir sem standa að sjúkraþyrlunni mikinn heiður skilinn fyrir það að hægt sé að bjóða upp á þjónustu sem þessa."

Myndband um atvikið og viðtal við Viðar og fórnarlambið má sjá í neðst í fréttinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Viðar skar fimm ára stúlku upp úti á götu

Lífið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

Lífið

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Auglýsing

Nýjast

Kominn tími á breytingar

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Forréttindi fyrir nýjan höfund

Besta ástarsaga aldarinnar?

Auglýsing