Menning

Áfram steyma ljóð og blek í Listasal Mosfellsbæjar

Það er létt yfir vinkonunum sem lesa ljóð sín í Listasal Mosfellsbæjar.

Í tengslum við sýningu Kristínar Tryggvadóttur, Áfram streymir, ætla skáldin Anna Karin Júlíussen og Sigríður Ólafsdóttir að flytja ljóð í Listasal Mosfellsbæjar á morgun, 10. nóvember milli klukkan 14 og 15. Sum þeirra voru ort við stór blekverk Kristínar, eins og Anna Karin lýsir. „Hún Kristín vinnur myndir sínar með sérstöku bleki, setur það á danskan striga og lætur það lesa sig eftir honum með ákveðnum handarhreyfingum. Hún ræður litunum en hefur að öðru leyti ekki fulla stjórn á myndinni heldur leyfir blekinu að ráða. Ég er atómskáld og þegar ég sá verkin hennar Kristínar þá hoppuðu ljóðin til mín út úr myndunum.“

Sigríður kveðst yrkja undir hefðbundnum bragarháttum. „Ég gaf út mína fyrstu ljóðabók, Bikarinn tæmdur, á sjötugsafmælinu fyrir þremur árum,“ segir hún og bætir við að barnabók eftir hana sé að koma úr prentun í dag, sú heiti Rípa og fjalli um tröllastelpu.

Nú ætla þær Anna Karin og Sigríður að rása milli myndanna í Listasal Mosfellsbæjar og fléttulesa ljóðin sín. „Við ætlum að reyna að skemmta gestum með þessu eins og við getum,“ segir Anna Karin glaðlega. „Það er létt yfir okkur og við viljum endilega að fólk brosi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Hömlulaus og hamflett í Tvískinnungi

Menning

Heimildirnar eru bensínið

Menning

Bíó­dómur: Hann mun rokka ykkur!

Auglýsing

Nýjast

Rússnesk stúlka krækti í íslenskan landsliðsmann

Disney birtir nýja stiklu úr Dumbo

Efsta hæðin á Tryggvagötu 18 til sölu

Hildur Eir og Heimir opna sig um skilnaðinn

Birti mynd af sér í karaókí með Zucker­berg

Undraheimar tískunnar opinberaðir

Auglýsing