Áhrifavaldurinn og athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir, sem meðal annars rekur skemmtistaðinn Bankastræti Club, fagnar á þriðjudaginn 29 ára afmæli sínu. Líkt og hennar er von og vísa gerir hún það með glæsibrag, ekki dugir neitt minna en heil afmælisvika.
Birgitta Líf nýtur lífsins á Tenerife þessa dagana þar sem hún hefur dvalið í nokkra daga. Á Instagram-birti hún mynd af sér með Möet & Chandon kampavínsflösku, umvafin varningi frá áfengisframleiðandanum, og greinir frá afmælisvikunni þar sem eflaust verður mikið um dýrðir.