Lífið

Afmælisveisla Skúla Mogensen var algjörlega VÁ

Forstjóri flugfélagsins WOW Air hélt upp á fimmtugsafmælið sitt í Hvammsvík í Hvalfirðinum á laugardaginn var.

Skúli Mogensen forstjóri flugfélagsins WOW Air fagnaði komandi fimmtugsafmæli sínu með stæl um helgina. Fréttablaðið/Vilhelm

Veðurguðirnir voru með Skúla Mogensen forstjóra WOW Air í liði þegar hann hélt upp á fimmtugsafmælið sitt í Hvammsvík í Kjósinni síðastliðinn laugardag.  Forstjórinn, sem á þó ekki afmæli fyrr en 18.september, bauð til sín fjölda gesta sem slógu veislunni uppí hálfgerða útihátíð.

Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum. Stuðmenn tættu og trylltu gesti líkt og þeim einum er lagið, gestir voru í fínu formi og tóku vel undir með félögum Jakobs Frímanns sem jafnframt var veislustjóri. Söngvararnir Daníel Ágúst og Högni Egils ásamt Dj Margeir fylgdu gestum inn í sumarnóttina sem Skúli lýsti upp með tilkomumikilli flugeldasýningu.

Skúli er vinmargur og vinsæll og tók gestalistinn mið af því en meðal gesta voru söngvarinn Bubbi Morthens, eigendur World Class Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, leikararnir Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir, fjárfestirinn Birgir Bieldvelt, athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Davíð Másson viðskiptafélagi og vinur Skúla til margra ára svo einhverjir séu nefndir.

Afmælinu voru gerð rækileg skil á Instagram og þar kepptust veislugestir við að þakka Skúla fyrir sig. Guðjón, oft kenndur við OZ og fyrrum viðskiptafélagi Skúla, skrifaði einfaldlega WOW sem segir sjálfsagt allt sem segja þarf um veisluna.

Thank you!! #50 #thankyou #wow #hvammsvik #hvammurcollection

A post shared by Skuli Mogensen (@skulimog) on

The making of Skuli Forrest #5-0

A post shared by Svend Hardenberg (@svharden) on

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Flugfélög

Helmingsfjölgun farþega hjá WOW

Innlent

Mjótt á munum milli Icelandair og WOW

Flugmál

WOW flutti flesta farþega

Auglýsing

Nýjast

Tourette-uppi­stand til styrktar góð­gerðar­sam­tökum

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Léttum fólki lífið

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Auglýsing