Það fór ef­laust ekki fram­hjá neinum að Georg prins, sonur her­toga­hjónanna Willi­am og Kate, átti sex ára af­mæli í gær. Af­mælis­kveðjur frænda hans, Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le hafa þó farið öfugt ofan í ein­hverja net­verja og valdið titringi, að minnsta kosti í net­heimum ef marka má frétt E News.

For­eldrar Geor­ge fögnuðu af­mæli sonar síns með því að birta myndir af kappanum eins og Frétta­blaðið greindi frá. Myndirnar birtu þau meðal annars á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram, þar sem mátti sjá litla kappann í fjöl­skyldu­fríi. Kappinn er elstur syst­kina sinna og því væntan­legur konungur.

„Til hamingju með af­mælið,“ skrifaði parið undir myndir af litla frænda sínum. „Óskum þér mjög gleði­legs dags og mikið af ást!“ skrifuðu þau svo. Það stóð ekki á við­brögðum net­verja sem margir hverjir brugðust illa við því sem þeim þóttu hálf aumar kveðjur.

„Hann er fram­tíðar KONUNGUR. Sýnið honum virðingu,“ skrifaði einn net­verjanna. „Hann er krón­prins!!!!!!!“ skrifaði hann svo. Aðrir tóku undir. „Hann er Georg krón­prins fyrir ykkur!!!! Ekki gleyma að minnast á það!“ skrifaði annar.

Þá bentu ein­hverjir á að aðrir svo­kallaðir not­endur með­lima konungs­fjöl­skyldunnar, meðal annars að­gangur drottningarinnar, hefðu skrifað nafn litla prinsins og titil hans í sínum kveðjum. „Þegar allir hinir konung­legu sam­fé­lags­miðlarnir nota orðið „prins“ nema ykkar...svo það er raun­veru­lega eitt­hvað,“ segir einn og virðist þar vísa í frétta­flutning af meintum erjum á milli paranna.

Ekki voru þó allir á einu máli og komu aðrir net­verjar parinu til varnar. Ein­hverjir bentu á að það hefðu ekki endi­lega þurft að vera þau tvö sem hefðu skrifað um­mælin, heldur ein­hver í starfs­liði þeirra.

„Þau eru frændi hans og frænka. Það er engin þörf á því að skrifa titil hans. Að vera ein­lægur er mikil­vægara,“ skrifar einn. „Hættið að nöldra út af smá­at­riðum og slakið á,“ skrifaði annar. „Þið vilja finna eitt­hvað að þegar það er ekkert að. Fjöl­skylda er fjöl­skylda og hvernig þau á­varpa hvort annað á opin­berum vett­vangi eða einka­vett­vangi kemur ykkur ekki við.“

Ljóst er að Meg­han og Harry hafa undan­farna mánuði verið undir smá­sjá bæði fjöl­miðla og al­mennings en einungis eru ör­fáar vikur síðan að Meg­han var gagn­rýnd fyrir það hvernig hún hélt á nokkurra mánaða gömlum syni sínum.