Ó­hætt er að full­yrða að af­mælis­kveðjum rigni yfir hinn tveggja ára gamla Archie Har­ri­son, son her­toga­hjónanna Harry og Meg­han. Hér að neðan má sjá kveðjur konungs­fjöl­skyldunnar til stráksins.

Archie er sjöundi í röðinni til að erfa krúnuna og fæddist í Eng­landi fyrir sléttum tveimur árum síðan. Hann mun brátt eignast litla systur en hann ber engan konung­legan titil.

Á fyrsta af­mæli Archie litla gáfu hjónin út mynd­band af Meg­han þar sem hún las fyrir hann barna­bókina Duck! Rabbit! sem hún skrifaði sjálf handa syni sínum. Hún hefur nú gefið út nýja barna­bók, sem ber heitið The „Bench“ eða „Bekkurinn.“

Archie mætti ó­vænt sem leyni­gestur í fyrsta hlað­varps­þætti parsins á Spoti­fy. Þar mátti heyra að litli strákurinn er með banda­rískan hreim, líkt og móðir sín.