Leikarinn og leik­stjórinn Ben Af­f­leck segir í við­tali við Wall Street Journal að það sé mjög góð saga að baki því hvernig hann og nú­verandi og fyrr­verandi unnusta hans, tón­listar­konan og leik­konan, Jenni­fer Lopez náðu saman.

Í við­talinu, sem er nokkuð ítar­legt, talar Af­f­leck einnig um glímu hans við alkó­hól­isma og þann sárs­auka sem fylgir því að vita af því að hans nánustu hafi mögu­lega hlotið ein­hvers konar skaða vegna þess.

Fjallað er um við­talið í er­lendum miðlum og þótt svo að hann hafi reynt eftir fremsta megni að forðast það að ræða sam­bandið þá talar hann stutt­lega um það í við­talinu.

„Ein af merkari lexíum sem ég hef lært er að það er ekki gáfu­legt að deila öllu með heiminum,“ segir hann og að hann vilji ekki tala um sitt per­sónu­lega líf í dag­blaði. Blaða­maðurinn reynir þó á­fram að ná ein­hverju upp úr honum og hann segir þá að sagan að baki því hvernig þau hafi náð saman „sé frá­bær“ en að al­menningur muni aldrei fá að vita hver hún er.

Af­f­leck fer um víðan völl í við­talinu en þar segir hann að það mikil­vægast sé að vera góður faðir og að vera góð manneskja.

Þá segir hann einnig frá hlut­verki sínu í nýjust mynd sinni, The Tender Bar, en þar leikur hann bar­þjón. Geor­ge Cloon­ey leik­stýrir myndinni.

Fjallað er um við­talið á vef Ya­hoo en við­talið sjálft er hægt að lesa hér á Wall Street Journal.