Hildur fór alveg á flug þegar hún var beðin um að setja saman vikumatseðilinn og sagði að hún hafi aldrei áður verið beðin um neinu þessu líkt áður.

„Mamma og systir mín skelltu upp úr þegar ég sagðist ætla að deila vikumatseðlinum mínum í Fréttablaðinu og spurðu hvort það yrði ekki alveg örugglega þriðjudagstilboð á ónefndum pitsustað á listanum. Ég er ekki þekkt fyrir það að elda en sum vilja meina að það sem ég þó elda sé bragðgott,“ segir Hildur og hlær.

„Það er mikið að gera hjá mér þessa dagana en ég er framkvæmdastjóri arkitektastofu sem er útibú Hollenskrar arkitektastofu og með mörg stór verkefni í gangi. Stofan er framsýn með sterka sýn og háa staðla en hún hefur undanfarið ár meðal annars rakað inn verðlaunum fyrir æðislegt íbúðahverfi í Rotterdam og auðvitað verið sigursæl í samkeppnum hér á landi. Megin markmið stofunnar eru að búa til gæða umhverfi þar sem mannlíf dafnar. Svo er ég með fullt hús af börnum, mann sem er einn öflugasti fasteignasali landsins, Hreiðar Levy Guðmundsson, en hann vinnur án afláts. Svo erum við hjónin með lítið hótel sem við erum að fara gera upp ásamt vinafólki. Frítíminn er nýttur í endalaus verkefni heima fyrir, eins og þau sem fylgja mér á instagram (www.instagram.com/hvasso_heima) vita þá finnst mér fátt skemmtilegra en að dytta að hér heima eða á hótelinu, breyta og bæta. Ég vil miklu frekar hvetja fólk sem hefur áhuga á hönnun og framkvæmdum, og einstaka reddingum í matseld, til að fylgja mér á instagram en alls ekki fólki sem hefur áhuga á flókinni matseld.“

Það er nóg að gera hjá Hildi þessa dagana og reyndar sjaldnast lognmolla kringum hana. „Nú er ég í miðjum klíðum við að breyta garðinum í æðislegt samverurými með pöllum, útieldhúsi og svæði með steyptum heitum potti og fleiru. Þar af leiðandi er ég oft löt við að elda og finnst tíminn minn nýtast betur í knús og huggulegheit með stelpunum mínum þótt þær fái bara banana og grjónagraut í matinn. Ég er þó undanfarið búin að vera að deila einhverjum uppskriftum enda tók ég undirbúning þessa viðtals mjög alvarlega. Það hefur aldrei neinn beðið mig um að sýna eða tala um neitt matarkyns áður, þannig að ég varð að sanna mig. Vinkonur og fjölskyldan mín hafa litla trú á mér í þessum efnum en helst vil ég ekki vera með nema 5 innihaldsefni og ég kann ekkert á krydd… en best að ég byrji áður en öll sem lesa þetta missa allan áhuga og trú á matseldinni minni.

Þessi vikumatseðill er óska-matseðill en ef ég er alveg heiðarleg þá elda ég líklegast bara 1-2 í viku annars er take away eða snarl, ég er mikill snarlari og listinn mun bera þess merki,“ segir Hildur að lokum.

Ykkur til ánægju og yndisauka er ótrúleg gaman að fylgjast með Instgraminu hennar Hildar, sjá hér.

Mánudagur - Öðru nafni “úff af hverju er helgin ekki þrír dagar-dagurinn“

„Mér finnst ég alltaf þurfa að gera vel við mig á mánudegi, í raun miklu frekar en um helgar. Þá geri ég til dæmis Mexíkó pitsu.“

Mexíkó pitsa

Tilbúið Pitsudeig að eigin vali (pitsudeigin hjá Bónus eru til að mynda alveg frábær)

1 dolla philadelphia rjómaostur með 4 matskeiðum taco sósu blandað út í og því smurt á botninn.

Rifnum osti dreift yfir eftir smekk

1 stk. auð paprika smátt skorin og sett á pitsuna

1 stk. mexíkóostur skorinn niður og dreift á pitsuna

Brotnum kasjúhnetum eftir smekk dreift á pitsuna

Chili og hvítlauksolía eftir smekk

Nokkur stykki jalapenó

Fletjið út deigið og setjið á bökunarpappír á ofnplötu svo raðið þið álegginu eftir röðinni í uppskriftinni eða eins og ykkur finnst koma best út.

Pitsan er síðan sett er inni í ofn og bökuð á 200°C með blæstri, líklega 10 mínútur.

pitsan.jpeg

Pitsan sneið.jpeg

„Um kvöldið útbý ég nammi chiagraut.“

Chiafræ látin liggja um 30 mínútur í möndlumjólk, jarðaber, saxaðar döðlur og dökkt súkkulaði blandað út í. Magninu getið þið ráðið sjálf.

Grautur.jpeg

Þriðjudagur - "Rútínan er kannski ekki sem verst-dagurinn“

„Ef maðurinn minn er ekki með opið hús þá kem ég líklega aðeins í seinna fallinu heim og útbý vefjur, það er varla hægt að kalla það að elda þar sem ekkert er hitað, soðið eða steikt. Þessar vefjur taka mig örugglega ekki meira en 10 mínútur, sú yngsta situr líklega við eldhúseyjuna og ég sting upp í hana paprikubitum og gulum baunum á meðan hún babblar við mig.“

Vefjur að hætti Hildar

1 dós gular baunir, skola þær alltaf í sigti

1 dós svartar baunir, skolaðar

1 dolla philadelphia rjómaostur

1 stk. rauð paprika smátt skorin

1 stk. mexíkóostur skorinn niður í bita

hálf taco sósa frá kvöldinu áður

Ef ég er í miklu stuði þá set ég jafnvel nokkur smátt skorin jalapenó út í.

Öllu blandað saman í stórri skál og sett í 6 stórar vefjur eða 8 minni vefjur. Þetta er jafnvel betra daginn eftir þegar ég tek oft 1-2 með í nesti í vinnuna.

Vefjur.jpeg

„Um kvöldið útbý ég overnight oats (næturhafra) til að hafa með mér í vinnuna daginn eftir.“

Næturhafrar

Hafrar, smá chiafræ og hampfræ, hunang, möndlumjólk sem er látið bíða næturlangt inni í ísskáp og svo er bætt út í kasjúhnetum, döðlubitum og berjum.

Chiagrautur.jpeg

Næturhafrar Hildar

Miðvikudagur – „Vikan meira en hálfnuð-dagurinn“

„Oftar en ekki er maðurinn minn, ofur fasteignasalinn, með opið hús, að sýna íbúð eða að stússast í einhverju hóteltengdu fram eftir kvöldi þannig að ég er oft ein með stelpurnar eftir vinnu og læt það ganga fyrir að koma einhverju ofan í þær sem ég veit að þær fúlsa ekki. Það getur til dæmis verið pasta með rauðri sósu eða tilbúnar kjötbollur með kartöflustöppu. Þá hef ég oft enga orku í að búa neitt til og bíð þangað til þær eru sofnar og útbý þá heitan ost sem við hjónin snæðum á yfir einum sjónvarpsþætti ef við erum svo heppin að ná þeirri samverustund saman.“

Heitur ostur

1 stk. Camembert ostur

Kasjúhnetur, ristaðar og saltaðar eftir smekk

Chili eftir smekk

Hunang eftir smekk

Kex eftir smekk,

Setjið ostinn í lítið eldfast mót, ég nota oft lítil kökuform úr Söstrene Grene, bökunarpappír ofan í, svo Camembert ostinn sem ég sker þvers og kruss toppinn á, set síðan ristaðar og saltar kasjúhnetur ofan á svo chili og hvítlauksolíu og að lokum helli ég svolitlu hunangi yfir, svo loka ég bökunarpappírnum og set inn í ofn á 190°C í 17 mínútur. Þetta er síðan borðað með einhverju góðu kexi.

osturinn.jpeg

Bakaður camembert ostur að hætti Hildar

„Um kvöldið útbý ég chiagraut til að hafa með mér í vinnuna. Ég nota sniðugar ódýrar krukkur úr Ikea sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir svona tvískipt nesti.“

Chiagrautur Hildar

Chiafræ

Möndlumjólk

Ber

Þetta sett saman í krukku og látið standa í ísskáp næturlangt, í sér hólf set ég hnetur og döðlubita.

næturhafrar.jpeg

Fimmtudagur – „Litli föstudagur“

„Haldið er upp á litla föstudag með sjampó og blinis. Hér áður fyrr keypti ég oft tilbúnar blinis pönnukökur en þær eru bara alls ekki jafn gómsætar og þær sem eru heimatilbúnar. Ég set á þær feitan sýrðan rjóma, kavíar og fínt saxaðan rauðlauk. Við hjónin leyfum okkur oft alvöru kampavín en með áfengi þá hef ég trú á því að gæði umfram magn sé rétta leiðin.“

Blinis.jpeg

Hér er að finna uppskrift af ekta blinis sem eru einstaklega góðar og auðvelt að gera.

Blinis

Föstudagur – „Alveg búin á því-dagurinn“

„Ef ég er alveg heiðarleg þá erum við oftast svo búin á því eftir vikuna að við borðum sushi eða annað take away. Ég finn það sérstaklega á yngstu stelpunni minni að hún þráir ekkert heitara en að sitja með mömmu sinni uppi í sófa, láta knúsa sig og lesa fyrir sig bækur, eftir annasama viku á leikskólanum með öðrum litlum óargadýrum. Eftir að stelpurnar sofna fáum við okkur hollari útgáfu af súper nachos með fin crisps snakki sem Linda Ben á heiðurinn af.“

Súper nachos að hætti Lindu Ben

Screenshot 2022-09-12 at 13.16.59.png

Laugardagur – „Ætti að slaka á en geri það alveg örugglega ekki-dagurinn“

„Ég og dætur mínar þrjár bökum oft saman, við bökum pönnukökur um hverja helgi og oft einhverjar einfaldar kökur en skemmtilegast finnst okkur þó að skreyta þær. Við pönnukökubaksturinn þá undirbý ég gjarna öll innihaldsefnin í pönnukökurnar og set í ílát þannig að þær geta hellt hverju og einu ofan í skálina og ég set hvert ílát á fætur öðru inn í uppþvottavél. Þannig kem ég í veg fyrir allt fari í rúst í eldhúsinu. Við búum alltaf til sömu pönnukökuuppskriftina en hún er frá Berglindi í Gulur, rauður, grænn og salt og eru hollari útgáfa af amerískum pönnukökum. Mér finnst þær svo góðar því þær eru ekki of sætar. Ég fæ mér alltaf pönnukökurnar með einhverjum góðum osti en stelpurnar klára yfirleitt um hálfa Nutella krukkur á sínar en ég sé til þess að vera með nóg af berjum og bönunum til þess að vega aðeins upp á móti óhollustunni.“

pönnukökur og meðlæti.jpeg

Bráðhollar pönnukökur

„Þrátt fyrir að vera ekki mjög afkastamikil í eldhúsinu þá elskum við að bjóða fólki í mat því við eigum svo marga skemmtilega og hressa vini sem gaman er að hitta. Oftast þá grillar Hreiðar og við kaupum allt meðlæti tilbúið en þessi vikumatseðill kveikti í mér áður óþekktan metnað. Ég réðst í Taco skálar frá Hildi Rut Ingimars en mér finnst allt sem hún gerir svo gómsætt en ég er sannfærð um að við séum með sams konar bragðlauka en hún er bara öflugri í matseldinni. Það var einfalt að gera þær en um leið ótrúlega bragðgóðar.“

Tacos skálar

TAcosskálar.png


„Eftir matinn er síðan boðið upp á kokteil með klaka með ætilegum blómum og berjum í, ég er með algjört æði þessa dagana fyrir ætilegum blómum og fallegum klökum með berjum og blómum í.“

blómakokteill.jpeg

Sunnudagur – „Samverudagurinn“

„Áður fyrr fannst mér sunnudagar svo leiðinlegir enda hef ég aldrei átt mjög auðvelt með að slaka á en nú eru sunnudagar með uppáhalds dögunum mínum. Samveran með manninum mínum og börnum okkar er dásamleg. Við bjóðum oft fjölskyldu eða vinum í bröns. Ég hita frosin croissant sem við borðum með góðum ostum, allskonar ferska ávexti og svo býr maðurinn minn til dásamlega eggjahræru en í hana blandar hann ostum, kryddi, ólífum og litlum tómötum.“

Snarl.jpeg

„Síðasta sunnudag héldum við upp á afmæli þeirrar yngstu en maðurinn minn var með opin hús og ég átti í fullu fangi við að koma heimilinu í stand fyrir gestina og hafði engan tíma til baka en vildi samt gefa henni fallega köku með kerti á, ekki síst fyrir myndirnar og minningarnar seinna meir. Ég keypti tilbúið muffins og kökukrem í dollu, blandaði smá matarlit út í og kakan svo skreytt með ætilegum blómum, ætilegu glimmer og jarðarberjum– kakan varð hin glæsilegasta og hún hæst ánægð.“

Bollakökurnar skreytar.jpeg

afmælisbarn.jpeg

Reels linkur á instagramið hennar Hildar þegar bollakakan var fullkomnuð:

Afmælisbollakökur að hætti Hildar