Ævintýraleg og litrík þriggja herbergja íbúð á annarri hæð við Laugaveg 138 er til sölu. Íbúðin er 82 fermetrar að stærð og er ásett verð 62,9 milljónir krónur.

Húsið var upprunalega á tveimur hæðum þegar það var byggt árið 1927, en var tveimur hæðum bætt ofan við árið 1997.

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Fréttablaðsins segir að íbúðinni hefur verið vel viðhaldið, þar sem upprunalegir eiginleikar hennar fá að njóta sín. Þar má nefna gipslista og rósettur í loftum í kringum ljósastæðin.

Innanstokksmunir og litaval er einstaklega skemmtilegt þar sem slíkt er sjaldséð.

Stutt er í miðbæinn, Hlemm mathöll og aðra veitingastaði í hjarta Reykjavíkur.

Í stofunni snúa gluggar út að baklóð.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Innaf stofu er stórt og gott svefnherbergi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Frá forstofugangi er einnig gengið inn í svefnherbergi með góðum glugga sem snýr út að Laugavegi
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun