„Ég get varla lýst því, þetta var ótrúlegt og svo fór maður að átti sig á því að það var fólk uppi á bílnum, “ segir Kári Kristjánsson sem var landvörður þegar rúta fór í Jökulsá á Fjöllum, sökk í vatnið og rak langt með farþegana sem komust út við illan leik.

Fólkið hafði safnast upp á þak rútunnar, á enda bílsins, þegar Kári kom að en lagði sjálfan sig með því í mikla lífshættu sem og annan landvörð.

Fimmtán manns voru klukkustundum saman í bráðri lífshættu á þaki rútu í beljandi Jökulsá á Fjöllum í sumarlok 2000. Rútuna rak 500-700 metra niður með ána. Fjórtán manns voru um borð, austurrískir ferðamenn og bílstjóri frá - þau töldu líklegra að komast ekki af.

Kári ræðir slysið sem hann kom að síðsumars og baráttuna upp á líf og dauða við að bjarga fólki frá drukknun, í þætti Óttars Sveinssonar Útkall á Hringbraut í kvöld.

Sumir ferðamannanna misstu alla dómgreind af ótta.

„ Ég þurfti á tímabili að halda í einn farþegann þarna uppi þannig að viðkomandi setti sig ekki út af bílnum“

Frásögn Kára landvarðar er átakanleg. Hann mátti berjast lengi fyrir lífi sínu, hangandi utan á rútunni og frásögn bílstjórans er ekki átakaminni en hann ákvað að leggjast til sunds í jökulána til að ná í hjálp og barst óraveg með straumnum, magnþrota þegar hann náði í land og gat sig hvergi hreyft.

Kári og Elísabet

Tveir íslenskir landverðir reyndu að koma fólkinu til bjargar í sökkvandi rútunni, þau Kári og Elísabet Kristjánsdóttir og lenda þau í gríðarlegri lífshættu sjálf.

Þau voru stödd í landavarðarskála þegar þau fá fréttir frá þýskum hjólreiðamanni að rúta sé farin á kaf í jökulána og búa sig til í snarhasti til a ð koma til hjálpar. „Okkur grunaði aldrei að ástandið niðurfrá væri með þeim hætti sem raunin varð,“ segir Kári.

Komin niður að ánni segir Kári að þau hafi í fyrstu ekkert séð en þó kom í ljós hvers kyns var: „Við áttuðum okkur loks á því að örlítill depill var í ánni niður með hraunjaðrinum og það var þessi stóra rúta.“ Rútan var rúmlega þrír metrar á hæð og dýptin í ánni svipuð.

Vildu gefa von en enduðu nærri líf sitt

Kári og Elísabet fara af stað á bát í átt að rútunni en líklegt var að björgunarþyrla í því veðri sem var gæti verið tvo eða þrjá klukkutíma á leiðinni, ef hún kæmist þar sem skyggni var sama og ekkert. Þau ætluðu að veita fólkinu andlegan stuðning. „Bara gefa þeim von“, segir Kári og þá á meðan beðið yrði eftir hjálp.

„Það var erfiðara þegar komið var á staðinn að sjá vonleysið í fólkinu, það var tilbúið að binda endi á þetta sjálft og sumir gert tilraunir til þess segir hann. „Ég þurfti á tímabili að halda í einn farþegann þarna uppi þannig að viðkomandi setti sig ekki út af bílnum“.

Heyra má líka frásagnir austurríska fararstjórans og bílstjórans í þættinum.

Þáttinn í heild má sjá í spilaranum hér: