Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sendir eiginkonu sinni, Hafdísi Björk Jónsdóttur, einstaklega fallega kveðju í tilefni af tuttugu ára sambandsafmæli þeirra á Intagram í gær. „Hafdís Björk er einfaldlega langbest. Hún er minn stærsti stuðningsmaður og harðasti gagnrýnandi. Togar mig á hærra plan og gerir mig betri á allan hátt. Elska þig, ástin mín.“

Jón virðist mikill rómantíkus og ánægður með sína konu, en hann samdi lagið, Þegar ég sá þig fyrst, um Hafdísi og lætur fylgja með í fyrrnendri færslu.

Jón og Hafdís eiga saman fjögur börn, þau Jón Tryggva, Mjöll, Sigríði Sól og Friðrik Nóa.