Lífið

Ætlar að vera óþolandi fram að hlaupi

Jón Gunnar Geirdal er kominn í hlaupagírinn. Hann ætlar að safna fyrir Rjóðrið og þrátt fyrir að skrá sig seint til leiks ætlar hann að ná að safna yfir milljón krónum. Fjölmargir ætla að hlaupa til góðs en áheitin sem hafa safnast eru nú komin yfir 660 milljónir.

„Hlaupaformið hefur oft verið miklu betra.Ég var í öflugum hlaupahóp á sínum tíma, sinnti hlaupunum miklu betur og tók þátt í hlaupum yfir allt árið en hef verið alltof latur við þetta undanfarin 2-3 ár því miður.“ Fréttablaðið/Stefán

Þúsundþjalasmiðurinn Jón Gunnar Geirdal skráði sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoninu og ætlar að taka tíu kílómetrana. Hann ætlar að safna fyrir Rjóðrið, sem er hvíldarheimili fyrir langveik börn í Kópavoginum. „Fólk hefur spurt mig af hverju Rjóðrið og svarið er einfalt; af því að ég get það og í þakklæti og auðmýkt fyrir það sem lífið hefur gefið mér þá þykir mér það sjálfsagt,“ segir hann.

Jón Gunnar hefur áður tekið þátt og safnaði þá rúmlega einni og hálfri milljón og toppaði einstaklingssöfnunina. Hann ætlar að stefna á milljónina þrátt fyrir að stutt sé í hlaupið. „Að mínu mati er lang áhrifaríkast að skrá niður fólk og fyrirtæki sem maður er tengdur inn í og hringja svo í viðkomandi og selja viðkomandi það að heita á mann. Þar munar mest um rausnarleg áheit frá fyrirtækjum eða fjársterkum vinum því þá tikkar hratt inn á söfnunina. Ég kalla þetta Cable Guy aðferðina því ég er í raun óþolandi vikurnar fram að hlaupi í því að áreita vini og vandamenn um áheit og enginn óhultur. Svo er gott að muna það líka að söfnunin heldur áfram eftir hlaupið og lýkur ekki fyrr en nokkrum dögum síðar og fólk því ekki laust við áheitasímtöl þó að hlaupið sjálft sé yfirstaðið.“

Hann segir stuðið í kringum 10 kílómetra hringinn vera mikið og segir að sú vegalengd henti sér vel. „Það er fólk úti um allt að fagna hlaupurunum og stemningin æðisleg. Ég hef einu sinni hlaupið hálft maraþon með góðum árangri en gamla fótboltafrekjan virkar miklu betur í styttri vegalengdum og 10 kílómetra hringurinn því fullkominn.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Kynningar

Léttum fólki lífið

Kynningar

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Auglýsing

Nýjast

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Reyndi að komast um borð í flugvél nakinn

Dæm­ir um trú­v­erð­ug­­leik­a þekktr­a kvik­­mynd­a­­sen­a

Lands­liðs­maður í fót­bolta selur kveðjur

Drengurinn sem lifði af – lifir enn

Auglýsing