Meg­han og Harry, her­toga­hjónin af Sus­sex ætla ekki að snúa aftur til Bret­lands og mæta í veislu á þriðju­dags­kvöld Díönu Breta­prinsessu til heiðurs. Breska götu­blaðið The Sun greinir frá þessu.

Veislan mun fara fram í Kensington höll og munu um hundrað gestir, meðal annars Vil­hjálmur Breta­prins og tón­listar­maðurinn Elton John mæta. Veislan er haldin í til­efni af opin­berun á styttu Díönu, en henni var frestað fyrr á árinu vegna heims­far­aldurs CO­VID-19.

Í frétt breska götu­blaðsins er þess þó getið að þau í­hugi það hvort þau eigi að mæta. Klukkan tifar en teitið er haldið annað kvöld í Bret­landi og hjónin enn stödd á heimili sínu í Los Angeles í Banda­ríkjunum.

Hjónin hafa haft í nógu að snúast síðan þau fluttu til Banda­ríkjanna. Þau hafa meðal annars gert marg­milljóna sjón­varps­samning við banda­rísku streymis­veituna Net­flix. Þá fóru þau á dögunum í sína fyrstu opin­beru heim­sókn síðan þau sögðu skilið við konungs­fjöl­skylduna, en þau heim­sóttu New York borg.