For­svars­menn Öl­gerðarinnar ætla að skjóta flösku af orku­drykknum Egils Orku út í geim í fyrra­málið. Um er að ræða kynningu á nýjum um­búðum af drykknum, en þetta kemur fram í til­kynningu frá Öl­gerðinni. Hægt verður að fylgjast með geims­kotinu á Face­book á morgun kl. 10:00.

Í til­kynningunni kemur fram að ætlunin sé að senda flöskuna út í geim með sér­stökum loft­belg. Loft­belgurinn er hannaður til þess að flaskan geti svo ratað aftur til jarðar. Kemur fram að net­verjum gefist kostur á að fylgjast með geims­kotinu á Face­book síðu Egils Orku og geti jafn­framt giskað á hve hátt drykkurinn kemst, og mögu­lega unnið árs­birgðir af drykknum.

„Hug­myndin er að kynna nýjar um­búðir Orku fyrir heiminum og um leið senda já­kvæða orku út í geiminn,” er haft eftir Jóhannesi Páli Sigurðar­syni vöru­merkja­stjóri Egils Orku í til­kynningunni. Er jafn­framt haft eftir honum að drykkurinn verði þannig fyrsti ís­lenski orku­drykkurinn til að gerast geim­fari.

„Við hugsuðum lengi hvernig við ættum að vekja at­hygli á nýjum um­búðum og auknu koffín­magni í Orku,“ er enn­fremur haft eftir Jóhannesi. Hann býst við því að flaskan verði römmuð inn í Öl­gerðinni eftir geim­ferðina.