Lífið

Æskuheimili ráðherra fæst á 110 milljónir

Foreldrar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa sett glæsilegt heimili sitt á Sólvallagötu 59 á sölu.

Foreldrar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa sett æskuheimili hennar á Sólvallagötu 59 á sölu, húsið er 230 fermetrar og á þremur hæðum. Umbeðið verð eru tæpar 110 milljónir. Fréttablaðið/Samsett mynd

Á fasteignavef Fréttablaðsins er virðulegt þriggja hæða einbýlishús á Sólvallagötu auglýst til sölu. Húsið sem var byggt árið 1934 er æskuheimili Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra en það eru foreldrar hennar sem eru að selja.

Húsið er reisulegt með stórri lóð og er á virkilega góðum og rólegum stað í hjarta 101 Reykjavík. Þetta er ekta stórfjölskylduhús með mikla sögu sem nýir eigendur geta auðveldlega bætt nýjum köflum við, hver eftir sínu höfði. Möguleikar á breytingum eru fjölmargir og auðvelt að setja upp aukaíbúð í kjallara.

Húsið er virðulegt og stendur á fallegum stað í hjarta 101 Reykjavík. Hverfið er rótgróið og saga þess samofin þróun borgarinnar. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Hjónasvítan er íburðarmikil með fataherbergi þaðan sem útgengt er á tvennar svalir. Herbergið er bjart og rúmgott og með sérbaðherbgi. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Stofurnar eru þrjár, með rennihurðum á milli. Stássstofan er björt og rúmgóð, hér er allt teppalagt sem gerir hana hlýlega.Borðastofan er inn af stássstofunni. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Setustofan er inn af stásstofunni, með rennihurð á milli. Það rými mætti líka nýta sem skrifstofu eða fjölskylduherbergi. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Ágætt hol tengir saman rými neðri hæðarinnar og þaðan er gengið upp á svefnherbergjagang á annarri hæð. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Eldhúsinnréttingin er komin til ára sinna en í góðu ástandi og þar er tengi fyrir uppþvottavél. Gengið er úr eldhúsi inn í borðstofu sem er mjög hentugt. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Forstofan er rúmgóð með flísum á gólfi og miklu skápaplássi. Fágætt einbýlishús á flottum stað. Fréttablaðið/Fasteignavefur

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Foreldrar helsta fagurkera landsins selja

Lífið

Landsliðshetja vill 132 milljónir fyrir slotið

Lífið

Glæsihús á 115 milljónir

Auglýsing

Nýjast

Mynd­band: PewDi­ePi­e lét sér ekki leiðast á Ís­landi

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Auglýsing