Lífið

Æfir á meðan fjölskyldan sefur

Leikarinn Mark Wahlberg æfir eins og skepna alla daga eins og sést þá hefur það skilað árangri. Hann fer á fætur á nóttunni til að æfa.

Leikarinn Mark Wahlberg er í frábæru formi, enda æfir hann eins og skepna alla daga. Fréttablaðið/Instagram

Leikarinn Mark Wahlberg svaraði nýlega fyrirspurn aðdáenda um æfingaplanið hans en leikarinn er þekktur fyrir að vera í mjög góðu líkamlegu formi. Mikinn sjálfsaga þarf til að fylgja svo ströngu prógrammi en dagurinn hefst klukkan 02:30 en þá fer leikarinn á fætur á meðan aðrir sofa.

Dæmi um dagskrá:

02:30 vakna

02:45 bæn

03:15 morgunmatur

03:40 - 05:15 æfingar

05:30 morgunmatur o.s.frv.

Þrátt fyrir stífar æfingar þá segist leikarinn gefa sér tíma til að sinna fjölskyldunni og sækja börnin í skólann. Mark Wahlberg og eiginkona hans Rhea Durham eiga fjögur börn á aldrinum fimmtán til átta ára. Leikarinn fer að sjálfsögðu snemma í rúmið og alls ekki síðar en klukkan hálfátta á virkum dögum.

Leikarinn Mark Wahlberg og eignkona hans fyrrum fyrirsætan Rhea Durham eiga fjögur börn, þau eru mikið fjölskyldufólk. Fréttablaðið/Instagram

Stífar æfingar og strangt mataræði hafa skilað leikaranum góðu líkamlegu formi en Mark varð 47 ára í sumar. Næsta kvikmynd kappans er fjölskyldumynd sem nefnist Instant family og verður frumsýnd í nóvember. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Atten­bor­ough gæti átt vin­sælasta lagið um jólin

Menning

Bóka­dómur: Hár­fínn línu­dans við for­tíðar­drauga

Lífið

Pi­ers og Ariana í hár saman vegna „hræsnarans“ Ellen

Auglýsing

Nýjast

Rauði djöfullinn lyftir Marvel á hærra Netflix-plan

Fólkið á götunni: „Held í húninn þegar það er opnað“

Óður til hins upprunalega á Hótel Sögu

In memoriam: Þrastalundur

Einelti hefur aukist á síðustu tólf árum

Salka Sól um eineltið: „Ég skammaðist mín“

Auglýsing